Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi
Mynd / Kristbjörg Eyvindsdóttir
Fréttir 18. júní 2020

Dæmd snoppufríðasti íslenski hestur í heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá sögulegi viðburður gerðist á dögunum að hryssan Valdís frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi fékk einkunnina 10,0 fyrir höfuð á kynbótasýningu á Gaddstaða­flötum við Hellu.

Dómnefndin var skipuð þremur kynbótadómurum, en það voru þeir Eyþór Einarsson, Friðrik Sigurðsson og Arnar Bjarki Sigurðsson. Valdís er undan Skaganum frá Skipaskaga og Prýði frá Auðsholtshjáleigu. Hún er ræktuð af Gunnari Arnarsyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur og er í eigu Gunnars Arnarsonar ehf. Hún fór í kynbótadóm á Hellu í vikunni og náði þeim árangri meðal annars að hljóta 10,0 fyrir höfuð.

Valdís kom í heiminn fyrir fjórum árum en mamma hennar, Prýði, hefur fengið 9,5 í einkunn fyrir höfuð. 

„Það leyndi sér ekki strax við köstun að hér var fríðleiks trippi og gæðingsefni fætt. Hún var einstaklega ljúf, næm og hæfileikarík strax í byrjun tamningar. Við gerðum okkur vonir um að Valdís gæti skorað hátt fyrir höfuð áður en í dóm var farið. Fyrir nokkrum vikum voru þær hlið við hlið í hesthúsinu, mæðgurnar Valdís og Prýði. Móðirin Prýði er með 9,5 fyrir höfuð. Þar sem þær stóðu hlið við hlið fannst okkur sú yngri enn fríðari, nánast með hið fullkomna höfuð.

Það var ótrúlega gaman að heyra dómarana gefa henni einkunnina 10,0 og ekki skemmdi fyrir að hún væri fyrsta íslenska hrossið í heiminum til að hljóta þessa einkunn í kynbótadómi,“ segja stoltir ræktendur og eigendur hryssunnar. 


Skylt efni: Hestamenn | hestamennska

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...