Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Demantablóm
Fréttir 8. maí 2015

Demantablóm

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðfræðingar hafa fundið áhugavert samhengi milli vaxtar plöntu sem vex í Líberíu og demanta.

Komið hefur í ljós að skógarplanta sem kallast Pandanus candelabrum og flokkast sem skúfpálmi vex í miklum mæli þar sem demanta er að finna undir yfirborðinu.

Lengi hefur verið vitað að ákveðnar plöntur vaxa betur í jarðvegi sem er að finna í gull eða kopar. Dæmi um plöntu sem kann að meta kopar er Lychnis alpina sem margir þekkja sem ljósbera.

Hvað P. candelabrum varðar þá er hún fyrsta plantan sem vitað er um sem gefur til kynna að demantar kunni að leynast í jarðveginum. Þar sem um skógarjurt er að ræða er hætt við að námufélög geri út menn til að leita að plöntunni í skógum og hefji námuvinnslu þar í framhaldinu.

Grasafræðingar við Kew grasagarðinn segja plöntuna afar sjaldgæfa og að lítið sé vitað um P. candelabrum og því verði að fara varlega í að tengja vöxt hennar við demantanámur og æða með stórvirkar vinnuvélar inn í skóga þar sem plantan vex og byrja að grafa.

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...