Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Demantablóm
Fréttir 8. maí 2015

Demantablóm

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðfræðingar hafa fundið áhugavert samhengi milli vaxtar plöntu sem vex í Líberíu og demanta.

Komið hefur í ljós að skógarplanta sem kallast Pandanus candelabrum og flokkast sem skúfpálmi vex í miklum mæli þar sem demanta er að finna undir yfirborðinu.

Lengi hefur verið vitað að ákveðnar plöntur vaxa betur í jarðvegi sem er að finna í gull eða kopar. Dæmi um plöntu sem kann að meta kopar er Lychnis alpina sem margir þekkja sem ljósbera.

Hvað P. candelabrum varðar þá er hún fyrsta plantan sem vitað er um sem gefur til kynna að demantar kunni að leynast í jarðveginum. Þar sem um skógarjurt er að ræða er hætt við að námufélög geri út menn til að leita að plöntunni í skógum og hefji námuvinnslu þar í framhaldinu.

Grasafræðingar við Kew grasagarðinn segja plöntuna afar sjaldgæfa og að lítið sé vitað um P. candelabrum og því verði að fara varlega í að tengja vöxt hennar við demantanámur og æða með stórvirkar vinnuvélar inn í skóga þar sem plantan vex og byrja að grafa.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...