Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Demantablóm
Fréttir 8. maí 2015

Demantablóm

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðfræðingar hafa fundið áhugavert samhengi milli vaxtar plöntu sem vex í Líberíu og demanta.

Komið hefur í ljós að skógarplanta sem kallast Pandanus candelabrum og flokkast sem skúfpálmi vex í miklum mæli þar sem demanta er að finna undir yfirborðinu.

Lengi hefur verið vitað að ákveðnar plöntur vaxa betur í jarðvegi sem er að finna í gull eða kopar. Dæmi um plöntu sem kann að meta kopar er Lychnis alpina sem margir þekkja sem ljósbera.

Hvað P. candelabrum varðar þá er hún fyrsta plantan sem vitað er um sem gefur til kynna að demantar kunni að leynast í jarðveginum. Þar sem um skógarjurt er að ræða er hætt við að námufélög geri út menn til að leita að plöntunni í skógum og hefji námuvinnslu þar í framhaldinu.

Grasafræðingar við Kew grasagarðinn segja plöntuna afar sjaldgæfa og að lítið sé vitað um P. candelabrum og því verði að fara varlega í að tengja vöxt hennar við demantanámur og æða með stórvirkar vinnuvélar inn í skóga þar sem plantan vex og byrja að grafa.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...