Hvernig vita plöntur hvað snýr upp og niður?
Vöxtur plantna er í grófum dráttum í tvær áttir. Í átt að ljósi til að nýta ljósið til tillífunar og í átt að miðju jarðar eða niður á við. Hópur grasafræðinga við Háskólann í München ásamt fleiri vísindamönnum hafa undanfarið unnið að rannsóknum á þessum vexti og hvað stjórnar honum.