Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fannst í tjörn fullri af krókódílum
Fréttir 6. júlí 2015

Fannst í tjörn fullri af krókódílum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hópur grasafræðinga frá Kew-grasagarðinum í London og kollegar þeirra í Vestur-Ástralíu römbuðu á áður óþekkta vatnalilju fyrir skömmu.

Grasafræðingarnir voru í leiðangri í vestanverðri Ástralíu að rannsaka og skrá tegundir vatnalilja þegar þeir fundu eina tegund sem ekki hefur verið skráð áður. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins fannst lilja í tjörn sem var krökk af krókódílum sem ná sjö metrum að lengd og þurftu grasafræðingarnir að leggja sig í talsverðan lífsháska til að ná í eintak.

Tilgangur rannsóknanna er að kortleggja og koma eintökum af sjaldgæfum vatnaliljum í grasagarða og varðveita þær þar áður en þær verða útdauðar í náttúrunni.
Sýnishorn vatnaliljunnar óx í rúmlega hálfsmetra djúpu vatni og til hennar sást líka þar sem vatnið var mun dýpra. Krónublöð nýju liljunnar, sem ekki hefur verið gefið nafn, eru fíngerð, hvít og bleik að lit. 

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...