Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Umhverfi og góð hönnun kúabúa getur haft töluverð áhrif á hagkvæmni rekstursins og snýr þessi þáttur m.a. að kúnum sjálfum.
Umhverfi og góð hönnun kúabúa getur haft töluverð áhrif á hagkvæmni rekstursins og snýr þessi þáttur m.a. að kúnum sjálfum.
Mynd / HKr.
Fréttir 14. september 2018

Dulinn kostnaður hefur mikil áhrif á rekstur kúabúa – Síðari hluti

Höfundur: Snorri Sigurðsson - snsig@arlafoods.com
Það þekkja allir hugtökin fastur og breytilegur kostnaður en dulinn kostnaður er líklega minna þekkt hugtak. Ef til vill mætti kalla þetta falinn kostnað eða leyndan kostnað en um er að ræða þann kostnað á kúabúum sem fellur til samhliða ákvörðunum og/eða gerðum kúabænda varðandi val á ákveðnum rekstrarleiðum við framleiðslu mjólkur. 
 
Þessir duldu kostnaðarliðir eru ótal margir og eiga þeir það sameiginlegt að á bak við þá eru hvorki greiddir reikningar né bein útgjöld, heldur hafa þessir duldu kostnaðarliðir áhrif á kostnaðar- og tekjuþætti við rekstur kúabúa. Í þessari síðari grein af tveimur verður farið yfir nokkra af þessum þáttum en í þeirri fyrri var rætt um uppeldi, fyrsta burðaraldur, frjósemi, endingu og heilbrigðisástand.
 
Fóðrunin
 
Fóðurkostnaður á kúabúum er langstærsti einstaki kostnaðar­liðurinn við reksturinn og með hagkvæmni og natni við fóðuröflun og fóðrun má hafa veruleg áhrif á reksturinn. Þar sem hver kýr er dýr í framleiðslu, þ.e. að ala kvíguna upp þar til hún verður að kú, er mikilvægt að nýta hana sérstaklega vel og hér skipta ýmsir þættir máli en þó skiptir fóðrunin líklega mestu máli bæði fyrir og eftir burð. Hér er mikilvægast að líta á upphaf geldstöðu, eða síðustu tvo mánuðina fyrir fyrsta burð á kvígum, sem upphaf mjaltaskeiðsins.
 
Margir kúabændur gera mistök á þessu mikilvægasta tímabili mjaltaskeiðsins en geldstöðufóðrunin getur hæglega stýrt því hve mikið gripurinn mjólkar eftir burð. Þannig þarf holdafarið að vera kórrétt um burð, svo kýrin geti náð hámarks dagsframleiðslu en beint samhengi er á milli hámarks dagsframleiðslu og heildarafurða á mjaltaskeiðinu. Því lægri sem hæsta dagsnyt er, því minna mun kýrin framleiða. Fyrir burð ætti því alltaf að hlúa sér-staklega að fóðruninni og fylgjast með holdafarinu. Séu kýr eða kvígur að stefna í of mikla fitu þarf að skilja þær frá og setja í aðhaldsfóðrun og að sama skapi ef þær bæta ekki nægu á sig á geldstöðunni þarf að bæta þeim það upp.
 
Þó svo að víða hér á landi séu kýr ekki fóðraðar með heilfóðri þá er það klárlega sú aðferð sem mestu skilar þegar horft er til nýtingar á fóðri og samhengi við mjólkurframleiðsluna. Að koma sér upp búnaði til slíkrar fóðrunar getur hinsvegar verið lengi að borga sig upp á minni búum og því geta kostir heilfóðrunar hreinlega verið minni en sá stofnkostnaður sem þarf til að byrja á heilfóðurgjöf. Þetta þarf hver og einn að vega og meta.
 
Gróffóðurkostnaðurinn sjálfur er oft á tíðum afar breytilegur á milli búa og hér er ráðlegast að bera kostnaðarliði búsins saman við sambærilegt bú, þ.e. bú með svipaða ársinnlögn mjólkur í afurða-stöð og með svipaða áherslu á kjötframleiðslu. Að bera saman fóðrunarkostnað á milli búa er enginn hægðarleikur, enda geta forsendur verið afar ólíkar og oft byggir val bænda á fóðursala á fleiru en einingaverði fóðursins. Í Kína, þar sem fóðurkostnaður er oft í kringum 65-70% af afurðastöðvaverði, eru greiningar á fóðrunarkostnaði alltaf byggðar á því að bera saman sambæri-leg bú og út frá þeim samanburði er svo farið yfir það hvort gera þurfi breytingar á innkaupahegðun á viðkomandi kúabúi eða ekki. Rauði þráðurinn varðandi fóðurkostnað á kúabúum þarf þó alltaf að vera sá sami: er hægt að spara einhversstaðar en halda í sömu afurðir?
 
Umhverfið
 
Umhverfi og góð hönnun kúabúa getur haft töluverð áhrif á hagkvæmni rekstursins og snýr þessi þáttur m.a. að kúnum sjálfum. Til þess að nýta kýrnar sem best þarf að huga að gönguleiðum þeirra, svo þær eyði ekki óþarfa tíma í rölt enda er mikilvægast að þær nýti tímann í annað hvort að éta, að vera mjólkaðar eða í að hvílast. Gönguleiðir geta einnig haft mikil áhrif á velferð kúa og endingu og eru til ótal dæmi um slæm áhrif gólfs á velferð þeirra svo sem vegna helti eða slysa vegna hálla gólfa. Þá skiptir innréttingahönnun verulegu máli og t.d. hönnun bæði legubása og innréttinga í legubásum hafa bein áhrif á hvíld kúa og velferð þeirra s.s. vegna hættu á bakteríu-sýkinga af völdum lélegs undirlags eða legusærinda. Þá hefur slæm loftræsting oft verið beintengd við smithættu og svona mætti lengi telja. Þá skiptir hönnun vinnuaðstöðunnar fyrir þá sem í fjósinu starfa auðvitað verulegu máli og tengist beint afköstum við vinnu eins og vikið verður að síðar.
 
En hönnun fjósa skiptir ekki eingöngu máli fyrir gripina sem þar búa og fyrir þá sem þar starfa heldur getur góður frágangur einnig haft rekstrarleg áhrif á afurðastöðina sjálfa! Liggur það í réttri hönnun fyrir aðkomu flutningabíla s.s. eins og sláturbíla eða mjólkurbíla. Þetta eru afar dýr farartæki og kostnaðarsöm og því styttri tíma sem tekur að þjónusta viðkomandi fjós, því ódýrari verður flutningurinn.
 

7 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...