Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dýralæknaþjónusta í Suður-Þingeyjarsýslu: Nýjar áherslur á fyrirhyggju og forvarnir
Fréttir 4. febrúar 2015

Dýralæknaþjónusta í Suður-Þingeyjarsýslu: Nýjar áherslur á fyrirhyggju og forvarnir

Höfundur: sm
Eins og greint hefur verið frá í fréttum undanfarinna vikna hefur ekki tekist að manna í stöður fyrir dýralæknaþjónustu í Þingeyjarsýslum, á svæði fimm, og á Austurlandi, á svæði sex. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hefur nú sótt um styrk til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins til Þróunarverkefnis í dýralæknaþjónustu.
 
Þann 1. nóvember síðastliðinn rann út þjónustusamningur um almenna dýralæknaþjónustu á níu svæðum á landinu samkvæmt lögum um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Guðrún Tryggvadóttir, formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, segir að ein umsókn hafi borist fyrir svæði fimm (Þingeyjarsýslur). „Umsækjanda var síðar tjáð af starfsmanni Matvælastofnunar (MAST) að starfshlutfallið væri 50 prósent og um leið yrði vaktsvæðið minnkað um Svalbarðshrepp og Langanes. Aðeins eitt annað vaktsvæði á landinu fékk sömu meðhöndlun, svæði sex (Austurland).  Dýralæknum á báðum þessum svæðum  fannst þetta ekki boðlegt og gerðu ekki samning. Aftur var auglýst en enginn sótti um.  Eins og staðan er núna eru því ekki til staðar þjónustusamningar við dýralækna á þessum tveimur svæðum, nema rétt austasta hlutanum; Svalbarðshreppi og Langanesi sem fylgir nýju vaktsvæði Vopnafjarðar.  Frá 1. nóvember síðastliðnum var því ekki vakthafandi dýralæknir á þessum svæðum og margir dagar sem enginn var á vakt og benti hver á annan. Frá því í desember hefur vaktþjónustan verið leyst tímabundið og núverandi vaktaskipulag nær til 1. febrúar.  Dýralæknir á Vopnafirði hefur til að mynda verið vakthafandi í Þingeyjarsýslum síðastliðna 11 daga. Frá og með 24. janúar og út mánuðinn verða dýralæknar á Húsavík á vakt.
 
Við erum ekki að setja okkur upp á móti því að vakthafandi dýralæknir starfi í Vopnafirði en hitt er algjörlega óásættanlegt að ekki séu til staðar þjónustusamningar í Þingeyjarsýslum að stærstum hluta og á Austurlandi.  
 
Þegar upp koma bráðatilfelli er enginn dýralæknir á vakt hér í sýslunni heilu vikurnar. Þó svo að dýralæknir sé skráður á vakt á Vopnafirði er það ekki boðlegt fyrir bændur í Suður-Þingeyjarsýslu, en þar er um að ræða upp í 3 tíma akstur og viðkomandi bráðatilfelli ekki lengur á lífi.  Bændum ber á sama tíma samkvæmt nýjum lögum um dýravelferð að sjá til þess að sjúkar eða særðar skepnur fái ávallt tilhlýðilega læknismeðferð. Núverandi aðstæður bjóða ekki upp á það að bændur geti fengið dýralækni sé þess þörf.    
Engin lausn er í sjónmáli og ekki virðist vera til fjármagn til að hægt sé að tryggja þessa  þjónustusamninga.  Mikil óánægja er meðal bændanna hér í sýslunni og þá sérstaklega kúabænda sem nota þjónustuna mun meira.“
 
Þróunarverkefni í dýralæknaþjónustu
 
„Þegar við fórum að velta því upp hvernig þetta þyrfti að vera  og hvernig við vildum sjá dýralæknaþjónustuna  í héraðinu voru ákveðin lykilorð sem okkur fannst skína í gegnum alla umræðuna; það að fyrirbyggja, auka þekkingu, nýta nútímatækni og auka hagkvæmni í rekstri. Þessar hugmyndir leiddu af sér Þróunarverkefni í dýralæknaþjónustu. Hugsunin í því verkefni er sú, að auðveldara er að fyrirbyggja en að meðhöndla.  Ávinningurinn er augljós; heilbrigðari búfénaður, minni vinna og betri afkoma. Aukin þekking bænda  á dýraheilbrigði er líka mikilvægur þáttur.  Tæknin sem við búum við í dag býður upp á fjölbreyttari lausnir og útfærslur á meðhöndlun sem ekki var í boði fyrir nokkrum árum. Allt þarf þetta svo að skila hagkvæmni í rekstri. Við vildum sem sagt sjá dýralækni sem kæmi inn á búin og gerði áætlun með bóndanum um fyrirbyggjandi aðgerðir til varnar fóðrunarsjúkdómum eins og súrdoða, júgurbólgu, ófrjósemi í nautgripum, sníkjudýravandamálum og fleiru.  Dýralæknirinn héldi einnig námskeið og fræðslufyrirlestra fyrir bændur og ráðunauta og stuðlaði þannig að aukinni þekkingu.  Bændur fengju þannig tækifæri til þess að nýta sérfræðiþekkingu dýralæknis til að bæta búreksturinn en ljóst er að góð dýralæknaþjónusta er ein af grunnforsendum þess að unnt sé að ná bættum árangri í búskap  og auka velferð búfjár. Unnið hefur verið í miklum og góðum tengslum við Bændasamtökin með sérstöku liðsinni Þorsteins Ólafssonar dýralæknis og MAST.  
 
Nú liggur fyrir umsókn í Framleiðnisjóð landbúnaðarins um þetta þróunarverkefni sem gengur út á nýjar áherslur í dýralækningum. Verkefnið er hugsað til þriggja ára og er lagt upp með það hér í Suður-Þingeyjarsýslu. Svar Framleiðnisjóðs liggur þó væntanlega ekki fyrir fyrr en eftir mánuð en það er grundvöllur þess að hægt sé að vinna verkefnið áfram.“

Skylt efni: dýralæknaþjónusta

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...