Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Upplýst hefur verið að skordýraeitrinu Spirodiclofen sé í einhverjum tilvikum sprautað í epli í Noregi.
Upplýst hefur verið að skordýraeitrinu Spirodiclofen sé í einhverjum tilvikum sprautað í epli í Noregi.
Fréttir 15. september 2015

Ekki skimað fyrir tilteknu skordýraeitri á Íslandi

Höfundur: smh
Í frétt Ríkisútvarpsins á dögunum var greint frá því að komið hafi í ljós í könnun matvælaeftirlitsins norska að efninu Spirodiclofen sé sprautað í grænmeti og ávexti þar í landi, til að mynda epli og jarðarber. 
 
Efnið geti valdi ófrjósemi og krabbameini í lifur, eistum og legi. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er ekki skimað fyrir þessu efni í grænmetinu og ávöxtunum sem er flutt til landsins.
 
Notkun á því er bönnuð hér á landi
 
Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðingur í varnarefnum hjá Matvælastofnun, segir að Spirodiclofen sé plöntuvarnarefni, nánar tiltekið skordýraeitur, sem sé leyft í matvælum samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins um varnarefnaleifar í matvælum. „Sem stendur er ekki markaðsleyfi fyrir efnið á Íslandi og því ekki leyfilegt að flytja það inn eða nota sem plöntuvarnarefni hér á landi. Það er þó leyfilegt að það finnist í innfluttum vörum, meðal annars eplum og jarðarberjum. Það er skimað fyrir efninu í mörgum löndum og Matvælastofnun berast þær niðurstöður. Efnið hefur verið greint í 27 löndum Evrópusambandsins og árið 2013 fannst það í 153 sýnum af þeim 48.047 sem skimað var eftir því í. Í öllum tilfellum var það í magni undir hámarksgildi. Sem aðili að RASFF, viðvörunarkerfi ESB fyrir hættuleg matvæli, fær Matvælastofnun strax viðvörun ef efnið greinist yfir hámarksgildi og einhver grunur er um að varan hafi verið flutt til Íslands.
 
Skoðað verður hvort tilefni er að taka upp greiningar á efninu
 
Matvælastofnun mun skoða hvort tilefni er til að taka upp greiningar á efninu, sérstaklega ef vísbendingar eru um að meira finnist af efninu í matvörum en leyfilegt er,“ en efnið er ekki í dag á lista þeirra 96 efna sem skimað er fyrir á Íslandi í dag,“ segir Ingibjörg.  
 
Hún segir fjölda efna sem skim­að er fyrir hafa nýverið aukist með bættum tækjakosti hjá Matís, en áður voru það 60 efni. „Núna fljótlega mun efnunum fjölga aftur um rúmlega 30. Vinna við fjölgun efna heldur áfram og reynslan að aukast. Það er Matís sem sér um að greina sýnin sem tekin eru í eftirliti Matvælastofnunar með varnarefnaleifum.“
 

Skylt efni: skordýraeitur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...