Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vísbendingar eru um að eldislaxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.
Vísbendingar eru um að eldislaxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.
Mynd / Arnarlax
Fréttir 28. september 2022

Eldislaxar greindir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bráðabirgðaniðurstöður DNA greininga Mast á 32 löxum sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði í ágúst síðastliðnum sýna að 16 laxar af þessum 32 reyndust eldislaxar. Hinir 16 reyndust villtir.

Vísbendingar eru um að eldis­laxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.

Endurkeyra þarf DNA grein­inguna til að geta staðfest bráðabirgðaniðurstöðurnar og í framhaldi af því verður hægt að rekja uppruna eldislaxanna nánar.

Tilkynnt um gat í sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlax mánudaginn 30. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Haganes í Arnarfirði.

Gatið uppgötvaðist við neðan­sjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið á um tveggja metra dýpi og reyndist vera um það bil 2 x 2 metrar að stærð. Í þessari tilteknu kví voru um 120.000 laxar með meðalþyngd 0,8 kg.

Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 31. júlí síðastliðinn og var nótarpoki þá heill.

Skylt efni: eldislaxar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...