Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vísbendingar eru um að eldislaxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.
Vísbendingar eru um að eldislaxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.
Mynd / Arnarlax
Fréttir 28. september 2022

Eldislaxar greindir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bráðabirgðaniðurstöður DNA greininga Mast á 32 löxum sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði í ágúst síðastliðnum sýna að 16 laxar af þessum 32 reyndust eldislaxar. Hinir 16 reyndust villtir.

Vísbendingar eru um að eldis­laxarnir séu frá Haganesi í Arnarfirði en gat kom á kví á því eldissvæði í ágúst 2021.

Endurkeyra þarf DNA grein­inguna til að geta staðfest bráðabirgðaniðurstöðurnar og í framhaldi af því verður hægt að rekja uppruna eldislaxanna nánar.

Tilkynnt um gat í sjókví

Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlax mánudaginn 30. ágúst um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Haganes í Arnarfirði.

Gatið uppgötvaðist við neðan­sjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arnarlax var gatið á um tveggja metra dýpi og reyndist vera um það bil 2 x 2 metrar að stærð. Í þessari tilteknu kví voru um 120.000 laxar með meðalþyngd 0,8 kg.

Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 31. júlí síðastliðinn og var nótarpoki þá heill.

Skylt efni: eldislaxar

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...