Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hildur Birna Gunnarsdóttir var mætt á Búnaðarþing á Hótel Natura í síðustu viku til að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eldvarnamiðstöðin byðu upp á í eldvörnum fyrir bændur landsins.
Hildur Birna Gunnarsdóttir var mætt á Búnaðarþing á Hótel Natura í síðustu viku til að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eldvarnamiðstöðin byðu upp á í eldvörnum fyrir bændur landsins.
Fréttir 15. mars 2022

Eldvarnir alltaf mikilvægar

Undanfarin ár hefur sívaxandi áhersla verið lögð á eldvarnir í sveitum landsins. Hildur Birna Gunnarsdóttir var því mætt á Búnaðarþing að kynna hvað Ólafur Gíslason & Co. og Eld­varna­miðstöðin byðu upp á í þeim efnum.

Hildur segir að þau hafi marg­víslegan eldvarnarbúnað upp á að bjóða, en oft sé fólk svolítið andvaralaust gagnvart hættunni á eldsvoðum.

„Því miður þarf oft svolítið mikið að gerast til að fólk kveiki á perunni. Margir eru þó vel meðvitaðir um að það þurfi að hafa eldvarnir í lagi. Þetta er þó þannig að fólk verður alltaf að vera vakandi fyrir þessu, passa upp á að tækin séu í lagi og endurnýja búnað. Það á sérstaklega við í sveitum þar sem langt er í næsta slökkvilið,“ sagði Hildur.
Hildur segir að öll slökkvitæki hafi eitthvað sér til ágætis, en þau séu þó yfirleitt sérhæfð til að glíma við mismunandi elda. Dufttæki dugi á flest, en duftið sé vissulega andstyggilegt að þrífa ef nota þurfi slík tæki í heimahúsum. Froðutæki og kolsýrutæki séu að því leyti betri, en hafa þurfi þar varann á ef um eld af völdum rafmagns sé að ræða. Hún nefnir líka að eldvarnarteppin séu stórlega vanmetin. Þau geti gengið til að kæfa elda af öllu tagi, ekki bara í pottum með steikingarfeiti. 

– Sjá nánar af sýnendum á Bú­greina­­þingi á bls. 26 og 27 í nýjasta Bændablaði

Skylt efni: eldvarnir

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...