Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi
Fréttir 24. mars 2020

Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi fagnaði 20 ára afmæli sínu í liðinni viku. Í tilefni tímamótanna voru settar í gang framkvæmdir við reiðhöll félagsins og mætti hópur Neistafélaga sem aldeilis lét hendur standa fram úr ermum við að lagfæra og endurbæta.

Innréttingar voru rifnar út og ónýtum húsbúnaði var hent. Þá var salurinn málaður að mestu og eins voru salerni máluð en eins stendur til að mála anddyri reiðhallarinnar.

Stjórn Neista óskaði eftir aðstoð frá félagsmönnum svo koma mætti reiðhöllinni í betra horf og flykktust vaskir félagar að til að taka þátt í verkefninu.

Stórsýning í vor

Í tilefni tímamótanna verður haldin stórsýning austur-húnvetnskra hesta­manna í næsta mánuði, eða þann 22. apríl, og standa vonir manna til þess að reiðhöllin hafi þá fengið nauðsynlegt viðhald og endurbætur.

„Það hefði lítið farið fyrir félagsstarfi Hestamannafélagsins Neista undanfarin ár ef reiðhallarinnar nyti ekki við og því er mjög mikilvægt fyrir hestamennsku á svæðinu að stuðla að endingu hennar,“ segir á vef Neista. 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...