Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi
Fréttir 24. mars 2020

Endurbætur gerðar á reiðhöllinni á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hestamannafélagið Neisti á Blönduósi fagnaði 20 ára afmæli sínu í liðinni viku. Í tilefni tímamótanna voru settar í gang framkvæmdir við reiðhöll félagsins og mætti hópur Neistafélaga sem aldeilis lét hendur standa fram úr ermum við að lagfæra og endurbæta.

Innréttingar voru rifnar út og ónýtum húsbúnaði var hent. Þá var salurinn málaður að mestu og eins voru salerni máluð en eins stendur til að mála anddyri reiðhallarinnar.

Stjórn Neista óskaði eftir aðstoð frá félagsmönnum svo koma mætti reiðhöllinni í betra horf og flykktust vaskir félagar að til að taka þátt í verkefninu.

Stórsýning í vor

Í tilefni tímamótanna verður haldin stórsýning austur-húnvetnskra hesta­manna í næsta mánuði, eða þann 22. apríl, og standa vonir manna til þess að reiðhöllin hafi þá fengið nauðsynlegt viðhald og endurbætur.

„Það hefði lítið farið fyrir félagsstarfi Hestamannafélagsins Neista undanfarin ár ef reiðhallarinnar nyti ekki við og því er mjög mikilvægt fyrir hestamennsku á svæðinu að stuðla að endingu hennar,“ segir á vef Neista. 

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...