Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrútey er fólkvangur við Blönduós sem friðuð var árið 1975. Eyjan stendur í miðri Blöndu. Blönduóshreppur keypti eyjuna árið 1923 af bænum Klifum og friðaði fyrir beit árið 1933. Skógrækt hófst þar árið 1942 og árið 2003 lýsti Skógræktin yfir opnum skógi
Hrútey er fólkvangur við Blönduós sem friðuð var árið 1975. Eyjan stendur í miðri Blöndu. Blönduóshreppur keypti eyjuna árið 1923 af bænum Klifum og friðaði fyrir beit árið 1933. Skógrækt hófst þar árið 1942 og árið 2003 lýsti Skógræktin yfir opnum skógi
Fréttir 21. apríl 2020

Enginn styrkur til að byggja upp í Hrútey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Byggðaráð Blönduósbæjar hefur lýst miklum vonbrigðum yfir því að umsókn sveitarfélagsins um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða var synjað, sérstak­lega með tilliti til þess að mikil þörf er á uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu.

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi, segir að sveitarfélagið hafi sótt um styrk til að halda áfram uppbyggingu fólkvangsins í Hrútey. Áður, eða árið 2018, fékkst styrkur úr Uppbyggingarsjóði ferðmannastaða og hófust framkvæmdir að þeim styrk fengnum.

„Við viljum endilega halda áfram með þetta verkefni og teljum það skipta miklu máli fyrir uppbyggingu ferðamannastaða hér um slóðir. Það er töluvert mikið eftir að gera og við viljum fyrir alla muni halda okkar striki,“ segir Valdimar.

Norðurland vestra fær langminnst

Byggðaráð bendir í bókun sinni á það hróplega ósamræmi sem er í úthlutun sjóðsins á þessu ári á milli landshluta. Þar komi Norðurland vestra illa út, einungis 34 milljónir komi inn á svæðið í formi styrkja af heildarfjárhæð sem er rúmlega 500 milljónir króna.

Sveitarstjórnarmenn á Norður­landi vestra hafa velt þessu ósamræmi í úthlutun styrkjanna fyrir sér og eru margir hugsi. Í svonefndri Landsáætlun kemur fram að styrkir til verkefna á Vesturlandi nemi 219 milljónum, 141 milljón á Vestfjörðum, 338 milljónum á Norðurlandi eystra, 114 milljónum á Austurlandi og 1,5 milljörðum á Suðurlandi. Sem fyrr segir komi 34 milljónir til verkefna á Norðurlandi vestra.

Skylt efni: Hrútey | Blönduós

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...