Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár
Mynd / MHH
Fréttir 4. ágúst 2020

Engir slátrarar koma til SS frá Nýja-Sjálandi í ár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Haustslátrun sauðfjár hefst hjá Slát­urfélagi Suðurlands á Sel­fossi föstu­daginn 4. september en reiknað er með að slátra um 106.000 fjár í ár.
 
„Við ætluðum að vera til 4. nóvember en vegna kórónu­veirunnar þá fáum við ekki atvinnuslátrara frá Nýja-Sjálandi og höfum því ákveðið að framlengja slátrunina strax um tvo daga, eða til 6. nóvember,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS.
 
120 starfsmenn ráðnir
 
Benedikt segir að Íslendingar sæki lítið sem ekkert um störf í slátur­tíðinni og því verður erlent starfsfólk frá Póllandi ráðið í meira mæli en áður, en alls verða ráðnir um 120 starfsmenn í sláturtíðina.
 
Benedikt Benediktsson, framleiðslu­stjóri hjá SS. 
„Við reiknum með að það gangi að ráða Pólverjana með því að skima á landamærum og svo aftur 4–5 dögum eftir komu til landsins því það er mikilvægt að ekki berist smit inn í sláturhús því það getur haft alvarlegar afleiðingar ef slátrun stoppar. Við þurfum einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hefta líkur á smiti með því að setja upp bráðabirgðaaðstöðu til að stækka matsal svo meira bil sé á milli fólks í matsalnum og einnig mun aðgangur annarra en starfsmanna vera bannaður til að minnka líkur á smiti á meðan sláturtíð stendur,“ bætir Benedikt við. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...