Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Miðfjarðarbændurnir sem standa enn í samningaviðræðum við matvælaráðuneytið um bótagreiðslur. Ari G. Guðmundsson á Bergsstöðum, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.
Miðfjarðarbændurnir sem standa enn í samningaviðræðum við matvælaráðuneytið um bótagreiðslur. Ari G. Guðmundsson á Bergsstöðum, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.
Mynd / smh
Fréttir 29. ágúst 2023

Enn ósamið um bætur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Enn er ósamið við bændur á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði um bótagreiðslur vegna niðurskurðar á hjörðum þeirra í kjölfar riðutilfella sem voru staðfest þar í apríl.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust úr matvælaráðuneytinu standa samningaviðræður enn yfir og nú sé unnið að útfærslum bóta og tjónamati í samvinnu við bændur og Matvælastofnun.

Nokkur vinna hafi farið í að samþætta sjónarmið aðila en niðurstöðu megi vænta á næstunni.

Förgun lokið 20. apríl

Í reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar segir að fullnaðargreiðsla fyrir felldan fjárstofn skuli innt af hendi eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun lýkur, þó eigi fyrr en 21 degi eftir að samkomulag um bætur liggur fyrir. Lokið var við förgun þann 20. apríl.

Í umfjöllun Bændablaðsins í maí kom fram í viðtölum við bændurna að þeir væru ósáttir með þær bætur sem í boði væru, þær væru langt frá því að geta bætt þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir.

Erfitt væri að byrja upp á nýtt og byggja upp nýjan fjárstofn miðað við þær bætur sem þeim væru boðnar.

Meðal þeirra fremstu

Samtals var skorið niður um 1.400 fjár á bæjunum tveimur. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt.

Elín Anna Skúladóttir og Ari G. Guðmundsson keyptu Bergsstaði um áramótin 1996 –1997, byggðu upp sinn stofn jafnt og þétt og voru komin með 700 fjár þegar riðutilfelli voru staðfest á bænum.

Búreksturinn var góður á Urriðaá áður en riða greindist í einni kind, sem leiddi til þess að skera þurfti niður alla hjörðina. Það reyndist fyrsta og eina jákvæða sýnið á Urriðaá.

Dagbjört Diljá og maður hennar Ólafur Rúnar Ólafsson voru komin með sjálfbæran búrekstur og þurftu í raun ekki að vinna utan bús.

Þau höfðu á þremur árum náð góðum árangri í sinni ræktun og fjölgað fé um rúmlega tvö hundruð á vetrarfóðrum á einungis þremur árum.

Skylt efni: riða | Urriðaá

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...