Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Miðfjarðarbændurnir sem standa enn í samningaviðræðum við matvælaráðuneytið um bótagreiðslur. Ari G. Guðmundsson á Bergsstöðum, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.
Miðfjarðarbændurnir sem standa enn í samningaviðræðum við matvælaráðuneytið um bótagreiðslur. Ari G. Guðmundsson á Bergsstöðum, Dagbjört Diljá Einþórsdóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson á Urriðaá og Elín Anna Skúladóttir á Bergsstöðum.
Mynd / smh
Fréttir 29. ágúst 2023

Enn ósamið um bætur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Enn er ósamið við bændur á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði um bótagreiðslur vegna niðurskurðar á hjörðum þeirra í kjölfar riðutilfella sem voru staðfest þar í apríl.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust úr matvælaráðuneytinu standa samningaviðræður enn yfir og nú sé unnið að útfærslum bóta og tjónamati í samvinnu við bændur og Matvælastofnun.

Nokkur vinna hafi farið í að samþætta sjónarmið aðila en niðurstöðu megi vænta á næstunni.

Förgun lokið 20. apríl

Í reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar segir að fullnaðargreiðsla fyrir felldan fjárstofn skuli innt af hendi eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun lýkur, þó eigi fyrr en 21 degi eftir að samkomulag um bætur liggur fyrir. Lokið var við förgun þann 20. apríl.

Í umfjöllun Bændablaðsins í maí kom fram í viðtölum við bændurna að þeir væru ósáttir með þær bætur sem í boði væru, þær væru langt frá því að geta bætt þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir.

Erfitt væri að byrja upp á nýtt og byggja upp nýjan fjárstofn miðað við þær bætur sem þeim væru boðnar.

Meðal þeirra fremstu

Samtals var skorið niður um 1.400 fjár á bæjunum tveimur. Bæði bú voru meðal þeirra fremstu í íslenskri sauðfjárrækt.

Elín Anna Skúladóttir og Ari G. Guðmundsson keyptu Bergsstaði um áramótin 1996 –1997, byggðu upp sinn stofn jafnt og þétt og voru komin með 700 fjár þegar riðutilfelli voru staðfest á bænum.

Búreksturinn var góður á Urriðaá áður en riða greindist í einni kind, sem leiddi til þess að skera þurfti niður alla hjörðina. Það reyndist fyrsta og eina jákvæða sýnið á Urriðaá.

Dagbjört Diljá og maður hennar Ólafur Rúnar Ólafsson voru komin með sjálfbæran búrekstur og þurftu í raun ekki að vinna utan bús.

Þau höfðu á þremur árum náð góðum árangri í sinni ræktun og fjölgað fé um rúmlega tvö hundruð á vetrarfóðrum á einungis þremur árum.

Skylt efni: riða | Urriðaá

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...