Erfðamengi hveitis kortlagt
Eftir 13 ára rannsóknasamvinnu hefur plöntuvísindamönnum tekist að kortleggja erfðamengi hveitiplöntunnar. Erfðamengi hveitis er flókið miðað við margar aðrar plöntur og dýr og ekki er langt síðan því var haldið fram að aldrei mundi takast að kortleggja það.
Hveiti er mest ræktaða planta í heimi og gríðarlega mikilvægt í allri matvælaframleiðslu mannkynsins. Hlýnum jarðar hefur nú þegar haft gríðarleg áhrif og dregið verulega úr uppskeru á hveiti víða um heim en talið er að auka þurfi hveitiuppskeru í heiminum um 1,6% á ári til að halda í við fólksfjölgun.
Erfðamengi hveitis er fimm sinnum stærra en manna og gríðarlega flókið. Það að hafa kortlagt mengið auðveldar vísindamönnum að framrækta hveiti til aukinnar uppskeru, sjúkdómaþols og útbreiðslu.