Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 4. október 2017

Erfitt aðgengi geitfjárbænda að sláturhúsum

Höfundur: smh
Hár sláturkostnaður, erfitt aðgengi að sláturhúsum og ófullnægjandi þjónusta þeirra er þess valdandi að geitabændur eiga í ákveðnum vandræðum með að gera afurðir sínar að markaðsvöru. 
 
Nýlega lauk vinnu við gerð samræmds kjötmats fyrir geitakjöt, sem unnið var í samstarfi við Matvælastofnun og Matís, en það var liður í því að auka verðmætasköpun, vöruþróun og kynningu á geitfjárafurðum. Hluti af þeirri vinnu er að samræma verklag í sláturhúsum, ekki síst til að hægt verði að varðveita og safna verðmætum hliðarafurðum geitarinnar. Það hefur verið ákveðnum erfiðleikum bundið hjá sumum sláturhúsum þar sem svo fáum gripum er slátrað. 
 
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir að til þess að hægt verði að gera afurðirnar aðgengilegri fyrir neytendur og markaðsvænni verði staða geitabænda gagnvart sláturleyfishöfum að batna því hún sé nú mjög veik. „Nokkrir sláturleyfishafar hafa hækkað sláturkostnaðinn í 5.500 krónur á hvern haus og þeir pakka ekki. Við þurfum því að sækja gripina sjálf og það veldur því að við getum ekki selt afurðirnar því þeim er ekki pakkað frá afurðastöð. Það er ekki í boði heldur að afurðastöðvarnar taki gripina til sölu.“
 
Geta ekki gengið að slátrun vísri
 
„Við getum ekki gengið að því sem vísu að sláturhúsin slátri fyrir okkur; þau hafa allan fyrirvara á því og slátra þá jafnvel í verktöku eftir hefðbundinn vinnutíma. 
 
Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að geta sett neitt af þessu á markað nema reglum verði breytt þannig að hægt verði að taka kjötið heim og selja beint frá býli, án þess að því sé pakkað samkvæmt reglum um afurðasölu,“ segir Sif. 
 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...