Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 4. október 2017

Erfitt aðgengi geitfjárbænda að sláturhúsum

Höfundur: smh
Hár sláturkostnaður, erfitt aðgengi að sláturhúsum og ófullnægjandi þjónusta þeirra er þess valdandi að geitabændur eiga í ákveðnum vandræðum með að gera afurðir sínar að markaðsvöru. 
 
Nýlega lauk vinnu við gerð samræmds kjötmats fyrir geitakjöt, sem unnið var í samstarfi við Matvælastofnun og Matís, en það var liður í því að auka verðmætasköpun, vöruþróun og kynningu á geitfjárafurðum. Hluti af þeirri vinnu er að samræma verklag í sláturhúsum, ekki síst til að hægt verði að varðveita og safna verðmætum hliðarafurðum geitarinnar. Það hefur verið ákveðnum erfiðleikum bundið hjá sumum sláturhúsum þar sem svo fáum gripum er slátrað. 
 
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir að til þess að hægt verði að gera afurðirnar aðgengilegri fyrir neytendur og markaðsvænni verði staða geitabænda gagnvart sláturleyfishöfum að batna því hún sé nú mjög veik. „Nokkrir sláturleyfishafar hafa hækkað sláturkostnaðinn í 5.500 krónur á hvern haus og þeir pakka ekki. Við þurfum því að sækja gripina sjálf og það veldur því að við getum ekki selt afurðirnar því þeim er ekki pakkað frá afurðastöð. Það er ekki í boði heldur að afurðastöðvarnar taki gripina til sölu.“
 
Geta ekki gengið að slátrun vísri
 
„Við getum ekki gengið að því sem vísu að sláturhúsin slátri fyrir okkur; þau hafa allan fyrirvara á því og slátra þá jafnvel í verktöku eftir hefðbundinn vinnutíma. 
 
Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að geta sett neitt af þessu á markað nema reglum verði breytt þannig að hægt verði að taka kjötið heim og selja beint frá býli, án þess að því sé pakkað samkvæmt reglum um afurðasölu,“ segir Sif. 
 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...