Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti
Fréttir 3. nóvember 2016

Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frændur okkar í Færeyjum eru hrifnir af íslensku hrútakjöti sem þeir þurrka og gera úr skerpukjöt. Á þessu ári verða fluttir 360 hrútaskrokkar til Færeyja en markaður er fyrir að minnsta kosti 800.

Petur Sørensen, starfsmaður Landshandling í Færeyjum, segir að undanfarin þrjú ár hafi fyrirtækið flutt inn hrútakjöt frá Íslandi til Færeyja. „Færeyingum líkar mjög vel við ógelt íslenskt hrútakjöt og það er mikið þurrkað til að búa til skerpukjöt og dýr matur í Færeyjum.“

Innflutningur á hrútakjöti til Færeyja hófst fyrir þremur árum og segir Petur að fyrsta árið hafi Landshandlingin flutt inn 60 skrokka en annað árið hafa þeir verið rúmlega 400. „Í ár verða þeir líklega 370 en við vildum fá að minnsta kosti 800 en því miður er ekki hægt að fá svo marga skrokka.
Kjötið sem við erum að flytja inn er af öllum hrútum, eins, tveggja og þriggja ára gamlir.“

Færeyingarnir borga 19,5 krónur danskar fyrir kílóið af kjötinu, sem eru um 326 krónur íslenskar.

Að sögn Peturs þurfa skrokkarnir að hanga í allt að sex mánuði til að ná réttum þurrki. Síðurnar þorna fyrst en lærið tekur lengstan tíma að þorna.

Petur segist vona að áframhald og aukning verði á innflutningi á íslenskum hrútum til Færeyja á næstu árum enda um góðan markað að ræða bæði fyrir hrúta- og lambakjöt.

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal
Fréttir 22. janúar 2025

Gripir finnast með ARR-breytileikann í Mýrdal

Staðfest er að á bænum Skammadal í Mýrdal hafa fundist þrjár kindur með arfgerða...

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...