Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fallið frá frumvarpi
Fréttir 13. febrúar 2023

Fallið frá frumvarpi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frumvarp matvælaráðherra til lagabreytinga á búvörulögum um auknar heimildir kjötafurðastöðva og sláturleyfishafa til samvinnu lá í desember síðastliðnum í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar

Nú hefur frumvarpið verið fellt út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir vetrar- og vorþing 2023. Nýtt frumvarp verður samið í staðinn og lagt fram á haustþingi.

Frumvarpið byggði á tillögum spretthópsins frá því í júní á síðasta ári, sem ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Í tilkynningu úr matvælaráðuneytinu kemur fram að í umsögnum hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við efnistök frumvarpsins, einkum er tiltekið að Samkeppniseftirlitið telji þá undanþágu sem var lögð til í frumvarpinu, mögulega fara gegn ákvæðum EES samningsins.

„Auk þess gangi sú undanþága mun lengra en viðgangist í nágrannalöndum og hætta sé á að hagsmunir kjötafurðastöðva fari ekki saman við hagsmuni bænda. Enn fremur benti Samkeppniseftirlitið á að núgildandi samkeppnislög heimili hagræðingu og því ekkert til fyrirstöðu að hægt sé að skapa grundvöll til hagræðingar á vettvangi kjötafurðastöðva samkvæmt núgildandi lögum,“ segir í tilkynningunni.

Nýtt frumvarp mun heimila samstarf

Ætlar matvælaráðherra, í ljósi þeirra athugasemda sem bárust við frumvarpið, að setja af stað vinnu við gerð nýs frumvarps sem heimilar fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, eins og tíðkast í nágrannalöndum Íslands.

Horft verður til reglna Evrópusambandsins og Noregs við þá vinnu og tryggt að ekki verði minna svigrúm hér á landi í þessum efnum en í nágrannalöndunum. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á næsta haustþingi.

Umsagnir sem birtust í Samráðsgáttinni voru bæði jákvæðar og neikvæðar. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) töldu að frumvarpið gæti aukið hagræði í sláturiðnaði svo um muni. Hins vegar þurfti að skýra ákveðin atriði þess betur. Að mati SAM eru svipaðar aðstæður uppi nú varðandi kjötafurðastöðvar og var í mjólkuriðnaði þegar undanþáguákvæði frá samkeppnislögum var innleitt í búvörulögin fyrir þann geira afurðastöðva árið 2004.

Stærðarhagkvæmni skilar sér til bænda

Bændasamtök Íslands sögðu í sinni umsögn að þeirra sýn væri að með færri og stærri einingum sem sjá um slátrun og vinnslu afurða raungerist stærðarhagkvæmni sem skili sér til bænda í fleiri greiddum krónum.

Færri krónur þurfi þá að fara í milliliði og fleiri krónur fari til frumframleiðenda. Til að það markmið náist, sem jafnframt skili sér til neytenda, þá verði að eiga sér stað hagræðing í allri keðjunni frá bónda í búð.

Félags atvinnurekenda taldi algjörlega ótækt að sérhagsmunahópar geti pantað hjá stjórnvöldum undanþágur frá samkeppnislögum af því að þeir telji rekstur sumra fyrirtækja í tilteknum greinum ekki ganga nógu vel. Grundvallaratriði, að mati Félags atvinnurekenda, er að margvíslegir möguleikar séu á samstarfi og samstarfi framleiðenda búvöru eða jafnvel samruna afurðastöðva að óbreyttum lögum, án undanþágna frá bannákvæðum 10. og 12. gr. samkeppnislaga.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...