Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) töluverðar breytingar á fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu á Norðurlandi. Hugmyndir KS gengu út á að hætta sauðfjárslátrun á Hvammstanga og á Blönduósi. Þá liggur fyrir samþykkt kauptilboð milli KS og eigenda sláturhússins og kjötvinnslunnar B. Jensen í Hörgársveit.