Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti
Fréttir 24. nóvember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hafði sala dregist saman á síðasta ársfjórðungi um 9,8%, en um 5% ef miðað er við 12 mánaða tímabil samkvæmt tölum frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ef skoðuð er sala á einstökum tegundum, þá hefur langmestur samdráttur verið í október á sölu kindakjöts eða 23,5%. Þá var 14% samdráttur í sölu nautgripakjöts og 9,3% samdráttur í sölu á alifuglakjöti frá afurðastöðvum.

Önnur athyglisverð tíðindi voru þau að hrossakjötssalan jókst um 39,8% og salan á svínakjöti jókst líka verulega eða um 17,9%.

25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti frá ágústbyrjun til októberloka

Án efa má rekja verulegan hluta þessa samdráttar til lokana og takmarkaðs aðgengis að hótelum og veitingastöðum vegna COVID-19 faraldursins. Á síðasta ársfjórðungi nam samdrátturinn í kjötsölunni 9,8%. Þar af var 25,5% samdráttur í sölu á kindakjöti, 9,6% samdráttur í alifuglakjöti og 4% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Aftur á móti var 22,5% aukning í sölu á hrossakjöti og 6,8% aukning í sölu á svínakjöti.  

Tólf mánaða salan dróst saman um 5%

Þegar skoðaðar eru tölur yfir tólf mánaða tímabil kemur í ljós að heildarsamdrátturinn nam 5%. Þar af var mestur samdráttur í sölu á kindakjöti frá afurðastöðvum eða 11,4%. Þá var 6,8% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 3,1% samdráttur í sölu á nautgripakjöti. Hinsvegar jókst salan á hrossakjöti um 3,1% á þessu tímabili og um 2,4% í svínakjöti.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...