Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör
Mynd / Bbl
Fréttir 10. ágúst 2020

Íslenskir sauðfjárbændur vilja sanngjörn kjör

Höfundur: smh

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), skrifaði fyrir helgi grein sem birtist á vef samtakanna þar sem settar eru fram kröfur um að afurðaverð til bænda fyrir dilkakjöt verði hækkað um 132 krónur á kílóið frá reiknuðu meðalverði á síðasta ári. Í greininni kemur fram að frá árinu 2016 hefur almennt verðlag á Íslandi hækkað um 12,7 prósent en smásöluverð á lambakjöti um 2,7 prósent.

Miðað kröfur LS myndi afurðaverð fyrir dilkakjöt verða 600 krónur að meðaltali á kílóið, þegar teknar eru inn allar þær viðbótargreiðslur sem skiluðu sér síðar úr sláturtíðinni á síðasta ári.  Þessar kröfur eru samhljóða því viðmiðunarverði sem LS gaf út um miðjan júlí.

Lægst greitt fyrir afurðir íslenskra sauðfjárbænda

Í grein Unnsteins er afurðaverð fyrir íslenskar sauðfjárafurðir borið saman við þau kjör sem öðrum evrópskum sauðfjárbændum stendur til boða. Í þeim samanburði kemur í ljós að í krónum talið fá íslenskir sauðfjárbændur lægst greitt, 468 krónur á kílóið, en rúmenskir sauðfjárbændur fá næst lægst greitt, eða 479 krónur á kílóið. Samkvæmt upplýsingum LS, sem fengnar eru úr gögnum Evrópusambandsins, er hæst greitt fyrir afurðir franskra sauðfjárbænda, eða 1.035 krónur á kílóið.

Í greininni kemur fram að íslenskir sauðfjárbændur vilji sanngjörn viðskipti. Þar kemur fram að hlutur bænda af smásöluverði á Íslandi er mun lægri í samanburði við það sem bændur í nágrannalöndunum bera úr býtum. Samkvæmt útreikningum LS, sem byggir á verðlíkani sem samtökin hafa þróað, fá íslenskir sauðfjárbændur 37 prósent af smásöluverðinu en í nágrannalöndunum er hlutfallið á bilinu 45-50 prósent. Ef hlutur íslenskra sauðfjárbænda af smásöluverðinu væri 47 prósent, myndi afurðaverð til bænda vera 607 krónur á kílóið – ef miðað er við að smásöluverð á heilum skrokki sé 1.264 krónur á kílóið.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...