Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 3. mars 2021

Samkeppniseftirlit fær viðbótarfrest til að komast að niðurstöðu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Frestur til rannsóknar málsins framlengist um allt að 35 virka daga, en á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort nýta þurfi allan þann frest,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sem tekur sér nú lengri tíma en áður var fyrirhugað til að komast að niðurstöðu varðandi samruna tveggja fyrirtækja á matvælasviði, Kjarnafæðis og Norðlenska.

Gert hafði verið ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi tilkynna síðastliðinn föstudag, 19. febrúar, um hvort samruni yrði heimilaður eður ei. En nú er ljóst að niðurstaða mun liggja fyrir í síðasta lagi að 35 dögum liðnum, eða í kringum mánaðamót mars og apríl.

Aukið svigrúm til að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum

Páll Gunnar segir að tímafrestir hafi verið framlengdir að frumkvæði samrunafélaganna og sé það í samræmi við samkeppnislög. Hann segir viðbótarfresti veita Samkeppniseftirlitinu sem og félögunum tveimur m.a. tækifæri til að kanna grundvöll til að setja samrunanum skilyrði sem vernda myndu m.a. hagsmuni bænda og neytenda. Jafnframt gefa viðbótarfrestirnir Samkeppniseftirlitinu aukið svigrúm til þess að afla sjónarmiða frá hagsmunaaðilum. Eftirlitið og samrunaaðilar eigi í uppbyggilegum samskiptum sem miða að því að upplýsa málið sem best og og skjóta styrkum stoðum undir endanlega niðurstöðu.

Páll Gunnar Pálsson.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...