Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svokölluð framleiðendafélög munu geta unnið saman við að styrkja stöðu framleiðenda búvara.
Svokölluð framleiðendafélög munu geta unnið saman við að styrkja stöðu framleiðenda búvara.
Mynd / smh
Fréttir 26. október 2023

Frumvarp um samvinnu kjötafurðastöðva

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frumvarp um heimild kjötafurðastöðva til samstarfs hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.

Frumvarpið felur í sér breytingu á búvörulögum og gerir ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eða meirihlutastjórn frumframleiðenda geti unnið saman um afmarkaða þætti líkt og tíðkast í nágrannalöndum. Frumvarpinu er ætlað að styrkja stöðu framleiðenda búvara og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar.

Samráð ekki ólögmætt

Þriðji kafli búvörulaga verður, samkvæmt frumvarpinu, með fyrirsögninni „Framleiðendafélög“ og þar verður 5. og 6. grein bætt við. Í þeim er kveðið á um að 10. og 12. grein samkeppnislaga, um bann við ólögmætu samráði, gildi ekki um samninga milli frumframleiðenda landbúnaðarafurða. Ekki heldur samninga og ákvarðanir félaga slíkra framleiðenda sem varða framleiðslu og sölu búvöru eða sameiginlegt birgðahald, meðferð eða vinnslu búvöru – enda sé með þessu ekki sett fast verð við sölu eða samkeppni útilokuð.

Samkeppniseftirlitinu verður heimilt að mæla fyrir um að einstakir samningar eða ákvarðanir framleiðenda séu óheimilir og þeim skuli breytt eða skylt verði að láta af þeim ef talin er hætta á að samkeppni sé útilokuð.Til félaga frumframleiðenda munu teljast félög sem eru í eigu eða undir stjórn frumframleiðenda.

Sé hluti félags í eigu óskyldra aðila, getur félag engu að síður talist til félags frumframleiðenda ef frumframleiðendur eiga að lágmarki 51 prósent hlut í félaginu. Ráðherra verður heimilt að setja frekari skilyrði um framleiðendafélög í reglugerð. Þar á meðal um sérreglur, starfshætti, lágmarksfjölda félaga, félagsaðild, skyldur framleiðenda gagnvart félagi og upplýsingagjöf.

Erfiður rekstur kjötafurðastöðva

Sams konar frumvarp matvælaráðherra lá í desember síðastliðnum í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Það byggði meðal annars á tillögum spretthópsins frá því í júní á síðasta ári, sem ráðherra kallaði eftir vegna slæmrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi.

Samkeppniseftirlitið lagðist gegn þeim hugmyndum sem komu fram í frumvarpsdrögunum, um undanþágu frá grunnreglum samkeppnislaga. Var talið að undanþágan sem var ráðgerð væri umtalsvert víðtækari heldur en drögin gæfu til kynna við fyrstu sýn og næði einnig til samrunareglna. Var talið að undanþágan færi mögulega gegn ákvæðum EES-samningsins og hætta væri á að hagsmunir kjötafurðastöðva færu ekki saman við hagsmuni bænda.

Frumvarpið sem nú er lagt fram tekur mið af þeim athugasemdum sem bárust í fyrra samráðsferli. Í greinargerð með frumvarpinu núna segir að við gerð frumvarpsins hafi einkum verið horft til reglna Evrópusambandsins á þessu sviði og útfærslu á þeim í Finnlandi.

Frumvarpið sé í samræmi við áherslur sem birtast í landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var á Alþingi í júní 2023. Þar komi fram að tryggja skuli með löggjöf að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og samstarfs en framleiðendur í nágrannalöndunum þar sem starfað er samkvæmt EES- löggjöf.

Skylt efni: kjötafurðastöðvar

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...