Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í sumum tilvikum hefur verið beitt eldvarnarkvoðu við slátrunina.
Í sumum tilvikum hefur verið beitt eldvarnarkvoðu við slátrunina.
Fréttir 23. júlí 2015

Fimmtíu milljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alifuglaræktendur í miðríkjum Bandaríkjanna hafa þurft að slátra tæplega 50 milljón kjúklingum og kalkúnum vegna fuglaflensufaraldurs sem herjar á 15 ríki Bandaríkjanna. Veiran sem veldur sýkingunni er stofn sem kallast H5N2.

Iowa-ríki hefur komið verst út úr fuglaflensunni og þar hefur meira en 31 milljón alifuglum verið slátrað. Þar af eru um 40% af öllum varphænum í ríkinu.

Ástandið í Iowa vegna fuglaflensunnar var svo slæmt um tíma að ríkisstjórinn lýsti yfir neyðarástandi á tímabili. Starfsmenn hænsnabúa þar sem sýkingin hefur komið upp eru undir sérstöku eftirliti heilbrigðisyfirvalda hafi flensan borist í menn. Í Minnesota hefur þurft að slátra nálega 9 milljón kalkúnum.

Umfang slátrananna til að hindra útbreiðslu flensunnar er gríðarleg og í sumum tilfellum hefur kvoðu eins og er í slökkvitækjum verið dælt inn í fuglaeldishús til að drepa fuglana. Eftir slátrun eru fuglarnir urðaðir en magnið er slíkt að sumar urðunarstöðvar hafa neitað að taka við meira af dauðum fuglum en þegar hefur verið gert.

Líklegt er talið að draga muni úr útbreiðslu fuglaflensunnar á næstu vikum þar sem hægir á útbreiðslu veirunnar sem henni veldur í hita og þurrki. Sérfræðingar segja aftur á móti líkur á að ný tilfelli sýkinga brjótist út með haustinu þegar kólnar í veðri og loftraki eykst. Auk þess sem farfuglar á leið suður á bóginn til vetrarstöðvanna geti borið veiruna í sér og í eldisfugla. Sumir vísindamenn segja mögulegt að veiran sem um ræðir geti borist milli búa með vindi.

Verð á eggjum hækkaði um rúm 84% í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í júní síðastliðnum vegna þessa eins versta tilfellis fuglaflensu sem herjað hefur á fuglabú þar samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Verð á alifuglakjöti hefur einnig hækka undanfarið vegna minnkandi framboðs í kjölfar sýkingarinnar.

Talsmenn dýraverndarsamtaka segja löngu tímabært að endurskoða hvernig eldi alifugla fer fram á stórum fuglabúum með velferð dýranna, afkomu bænda og matvælaöryggi neytenda að leiðarljósi. Einnig hefur verið bent á að endurskoða þurfi reglur og varúðarráðstafanir sem settar hafa verið til varnar útbreiðslu fuglaflensu, en þær hafa að mestu reynst gagnslausar.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...