Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Líf hefur aftur færst í fjósið á Refsstöðum.
Líf hefur aftur færst í fjósið á Refsstöðum.
Mynd / smh
Fréttir 20. febrúar 2015

Fjósið á Refsstöðum aftur í notkun - Myndskeið

Höfundur: smh

Í desember á síðasta ári fengu hjónin Brynjar Bergsson og Anna Lísa Hilmarsdóttir afhent fjósið á Refsstöðum í Hálsasveit Borgarfjarðar, sem þau höfðu þá fest kaup á. Nú í febrúar var þar byrjað að mjólka.

Fjósið rúmar130 kýr og hafði þetta stóra fjós staðið ónotað frá 2010 en það var tekið í notkun árið 2008.

 

„Þetta lítur bara vel út allt saman núna. Þegar við tókum við fjósinu innréttuðum við allt upp á nýtt, enda var það galtómt. Við útbjuggum flokkunarhlið og smíðuðum eitt og annað sjálf, eins og til dæmis kjarnfóðurbása, segir Brynjar en þau Anna Lísa búa sjálf á Sleggjulæk í Stafholtstungum – í um 20 km fjarlægt frá Refsstöðum og voru þar með lítið básafjós.

„Ég heyjaði hér í fyrra og þá kviknaði þessi hugmynd,“ segir Brynjar. „Við hófum búskap á Sleggjulæk árið 2012, með 20 mjólkandi kýr og fjölguðum svo smám saman og lítillega í 34 kýr.“

Ætlum að framleiða að lágmarki 800 þúsund lítra

„Við lögðumst svo fljótlega yfir það að koma saman viðskiptaáætlun fyrir kaupunum á þessu fjósi og innréttingum – og það hefur svo allt gengið eftir varðandi fjármögnunina. Það munar miklu að taka við slíku fjósi umfram það að byggja nýtt frá grunni. Við byrjuðum að innrétta í desember síðastliðnum og erum svo farin að mjólka nú í febrúar. Það að byggja fjós tekur að lágmarki eitt og hálft ár – og framkvæmdartíminn getur verið erfiður. Það hefði verið galið að sleppa svo góðu tækifæri,“ segir Brynjar.

Þegar blaðamaður heimsótti Refsstaði um miðjan febrúar, var þar einn mjaltarþjónn, en að sögn Brynjars munu þeir verða tveir innan tíðar. Þá hafa þau keypt flórsköfuþjark með vatnsúðakerfi og legubásadýnur og er útlit fyrir að fjósið muni allt verða hið prýðilegasta í nánustu framtíð. 

„Stefnan er að vera með um 120 mjólkandi kýr, en núna erum við komin með 40. Vonandi líður ekki á löngu þar til við verðum farin að fullnýta húsið. Þetta er farið að virka vel hjá okkur núna þannig að við getum farið á fullt í það núna að ganga frá lausum endum og fylla fjósið. Við munum kaupa kýr af ýmsum þeim sem eru aflögufærir. Þegar við verðum komið í fulla framleiðslu ætlum við að framleiða um 800 þúsund lítra á ári, eða ekki undir því. Núna erum við með rúma 100 þúsund lítra kvóta,“ segir Brynjar.

5 myndir:

Skylt efni: Fjós | Refsstaðir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...