Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Flest sauðfé í Húnaþingi vestra
Mynd / TB
Fréttir 27. júlí 2016

Flest sauðfé í Húnaþingi vestra

Höfundur: Vilmundur Hansen
Byggðastofnun sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem fjallað er um dreifingu sauðfjár á landinu. Í skýrslunni má meðal annars lesa um dreifingu fjár milli landshluta og sveitarfélaga. 
 
Samkvæmt skýrslunni eru sauðfjárbú á landinu 2.498 og heildarfjöldi sauðfjár í landinu 470.678 í nóvember 2015. Flest fjár er í Húnaþingi vestra. 
 
Flest bú með yfir 600 fjár á Norðurlandi vestra
 
Af 2.498 sauðfjárbúum í landinu voru 108 bú með fleiri en 600 kindur, eða 4,3% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 35 og næstflest á Vesturlandi 25. 
 
Samtals voru 284 bú með 400 til 599 kindur, eða 11,4%. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 75, þar á eftir komu Austurland með 51, Vesturland 49, Norðurland eystra 45 og Suðurland 43. 
 
Þegar litið er til þeirra búa sem eru með 200–399 kindur voru það 519 framleiðendur, eða 20,8%. Flestir þeirra voru á Suðurlandi eða 131 og næstflestir á Norðurlandi vestra, eða 116. 
 
Þeir aðilar sem voru með færri en 200 kindur voru 1.587 eða 63,5% sauðfjárbúa. 
 
Tæpur helmingur á búum með fleiri en 400 fjár
 
Ef horft er til fjölda sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa kemur í ljós að 17,4% alls sauðfjár er á búum með 600 kindur eða fleiri, 29,3% er á búum sem halda 400 til 599 kindur. Samtals er því tæpur helmingur sauðfjár á búum með fleira en 400 fjár. 
 
Flest fé í Húnaþingi vestra
 
Í skýrslunni kemur fram að flest sauðfé er í Húnaþingi vestra í nóvember 2015, eða 37.716. Sveitarfélagið með næstflest fé er Skagafjörður með 34.632. Fjöldi sauðfjár í Reykjavík er 315 og er það í eigu 14 aðila, níu fjár eru í Hafnarfirði, 236 á Akureyri en ekkert sauðfé er að finna í Seltjarnarneskaupstað samkvæmt því sem segir í skýrslunni. 
 
Fjöldi sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa. Heimild / Byggðastofnun
 
Fjöldi sauðfjárbúa eftir landsvæðum og stærð þeirra.

4 myndir:

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...