Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Flest sauðfé í Húnaþingi vestra
Mynd / TB
Fréttir 27. júlí 2016

Flest sauðfé í Húnaþingi vestra

Höfundur: Vilmundur Hansen
Byggðastofnun sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem fjallað er um dreifingu sauðfjár á landinu. Í skýrslunni má meðal annars lesa um dreifingu fjár milli landshluta og sveitarfélaga. 
 
Samkvæmt skýrslunni eru sauðfjárbú á landinu 2.498 og heildarfjöldi sauðfjár í landinu 470.678 í nóvember 2015. Flest fjár er í Húnaþingi vestra. 
 
Flest bú með yfir 600 fjár á Norðurlandi vestra
 
Af 2.498 sauðfjárbúum í landinu voru 108 bú með fleiri en 600 kindur, eða 4,3% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 35 og næstflest á Vesturlandi 25. 
 
Samtals voru 284 bú með 400 til 599 kindur, eða 11,4%. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 75, þar á eftir komu Austurland með 51, Vesturland 49, Norðurland eystra 45 og Suðurland 43. 
 
Þegar litið er til þeirra búa sem eru með 200–399 kindur voru það 519 framleiðendur, eða 20,8%. Flestir þeirra voru á Suðurlandi eða 131 og næstflestir á Norðurlandi vestra, eða 116. 
 
Þeir aðilar sem voru með færri en 200 kindur voru 1.587 eða 63,5% sauðfjárbúa. 
 
Tæpur helmingur á búum með fleiri en 400 fjár
 
Ef horft er til fjölda sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa kemur í ljós að 17,4% alls sauðfjár er á búum með 600 kindur eða fleiri, 29,3% er á búum sem halda 400 til 599 kindur. Samtals er því tæpur helmingur sauðfjár á búum með fleira en 400 fjár. 
 
Flest fé í Húnaþingi vestra
 
Í skýrslunni kemur fram að flest sauðfé er í Húnaþingi vestra í nóvember 2015, eða 37.716. Sveitarfélagið með næstflest fé er Skagafjörður með 34.632. Fjöldi sauðfjár í Reykjavík er 315 og er það í eigu 14 aðila, níu fjár eru í Hafnarfirði, 236 á Akureyri en ekkert sauðfé er að finna í Seltjarnarneskaupstað samkvæmt því sem segir í skýrslunni. 
 
Fjöldi sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa. Heimild / Byggðastofnun
 
Fjöldi sauðfjárbúa eftir landsvæðum og stærð þeirra.

4 myndir:

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...