Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Flest sauðfé í Húnaþingi vestra
Mynd / TB
Fréttir 27. júlí 2016

Flest sauðfé í Húnaþingi vestra

Höfundur: Vilmundur Hansen
Byggðastofnun sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem fjallað er um dreifingu sauðfjár á landinu. Í skýrslunni má meðal annars lesa um dreifingu fjár milli landshluta og sveitarfélaga. 
 
Samkvæmt skýrslunni eru sauðfjárbú á landinu 2.498 og heildarfjöldi sauðfjár í landinu 470.678 í nóvember 2015. Flest fjár er í Húnaþingi vestra. 
 
Flest bú með yfir 600 fjár á Norðurlandi vestra
 
Af 2.498 sauðfjárbúum í landinu voru 108 bú með fleiri en 600 kindur, eða 4,3% búanna. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 35 og næstflest á Vesturlandi 25. 
 
Samtals voru 284 bú með 400 til 599 kindur, eða 11,4%. Flest þeirra voru á Norðurlandi vestra, eða 75, þar á eftir komu Austurland með 51, Vesturland 49, Norðurland eystra 45 og Suðurland 43. 
 
Þegar litið er til þeirra búa sem eru með 200–399 kindur voru það 519 framleiðendur, eða 20,8%. Flestir þeirra voru á Suðurlandi eða 131 og næstflestir á Norðurlandi vestra, eða 116. 
 
Þeir aðilar sem voru með færri en 200 kindur voru 1.587 eða 63,5% sauðfjárbúa. 
 
Tæpur helmingur á búum með fleiri en 400 fjár
 
Ef horft er til fjölda sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa kemur í ljós að 17,4% alls sauðfjár er á búum með 600 kindur eða fleiri, 29,3% er á búum sem halda 400 til 599 kindur. Samtals er því tæpur helmingur sauðfjár á búum með fleira en 400 fjár. 
 
Flest fé í Húnaþingi vestra
 
Í skýrslunni kemur fram að flest sauðfé er í Húnaþingi vestra í nóvember 2015, eða 37.716. Sveitarfélagið með næstflest fé er Skagafjörður með 34.632. Fjöldi sauðfjár í Reykjavík er 315 og er það í eigu 14 aðila, níu fjár eru í Hafnarfirði, 236 á Akureyri en ekkert sauðfé er að finna í Seltjarnarneskaupstað samkvæmt því sem segir í skýrslunni. 
 
Fjöldi sauðfjár eftir landsvæðum og stærð búa. Heimild / Byggðastofnun
 
Fjöldi sauðfjárbúa eftir landsvæðum og stærð þeirra.

4 myndir:

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...