Stefnir í að sauðfjárstofninn á Íslandi verði sá minnsti í rúm 200 ár
Sauðfé heldur áfram að fækka í landinu en samkvæmt fyrirliggjandi tölum matvælaráðuneytisins taldist ásett fé um síðustu áramót vera 385.194. Hefur sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 161 ár, samkvæmt gögnum Hagstofu og dr. Ólafs R. Dýrmundssonar, eða síðan 1861, þegar talsverð fækkun varð vegna fjárkláða og stofninn fór þá niður í 327.000.