Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ekki færra sauðfé á Íslandi í 40 ár
Mynd / smh
Fréttir 7. maí 2020

Ekki færra sauðfé á Íslandi í 40 ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi en nú í 40 ár samkvæmt hagtölum landbúnaðarins sem unnar eru úr haustskýrslum. Um síðustu áramót taldist ásett sauðfé vera 415. 949, en þar af eru 1.471 geit.

Árið 1980 taldist vetrarfóðrað sauðfé vera 827.927 gripir. Árið 1985 var farið að fækka nokkuð í stofninum sem þá var 709.257 fjár. Árið 1990 var talan komin í 548.508 og í 458.341 árið 1995. Árið 2000 var sauðféð 465.777 og hefur sá fjöldi haldist nokkuð svipaður, upp eða niður um 10.000 fjár eða svo. Þannig komst fjöldinn í 479.841 árið 2010 og mest í 486.598 fjár árið 2014. Síðan hefur sauðfénu fækkað nær jafnt og þétt og var komið í 415.949 gripi á síðasta ári eins og fyrr segir.

Helmingsfækkun á 40 árum

Er sauðfé í landinu nú um helmingi færra en það var 1980, eða 50,3%, og beitarálag hefur að sama skapi minnkað verulega á flestum landsvæðum.Þá hefur það alveg horfið á stórum svæðum þar sem sauðfjárbúskapur hefur lagst af.

Norðvesturkjördæmi er öflugasta sauðfjárræktarsvæðið

Ef skoðað er sauðfjárhald eftir landshlutum er það eins og fyrr öflugast í Norðvesturumdæmi (þar með taldir Vestfirðir), eða 112.085 vetrarfóðraðar kindur. Í öðru sæti er Vesturumdæmi með 102.175 fjár. Þrjú umdæmi koma síðan með nokkuð áþekkan fjölda sauðfjár. Þar er Norðausturumdæmi sem lendir í þriðja sæti yfir landið með 68.789 kindur, Austurumdæmi er í fjórða sæti með 65.753 og Suðurkjördæmi í fimmta sæti með 64.931 kind.  Suðvesturumdæmi rekur svo lestina með 2.216 kindur.

Nautgripum hefur fjölgað um 35% frá 1980

Í árslok 2019 voru 80.872 nautgripir í landinu og þar af voru 26.217 mjólkurkýr og 2.891 holdakýr. Nautgriparæktin hefur eflst mjög á landinu síðan 1980 þegar nautgripir voru alls 59.933. Þeim fjölgaði í 72.889 árið 1985 og fóru í 74.889 gripi árið 1990. Heldur fór síðan að fækka í stofninum og árið 1995 voru gripirnir 73.195 og 72.135 árið 2000. Lægst fór talan svo í 65.979 gripi árið 2005 en fjölgaði síðan í 73.781 grip árið 2010. Næstu tvö ár var talan undir 70.000 en fór í 74.444 gripi árið 2014. Þá fór að fjölga og voru nautgripirnir flestir 81.636 árið 2018, en voru sem fyrr segir 80.872 árið 2019.

Langflestir nautgripir eru  í Suðurumdæmi

Suðurumdæmi er langöflugasta nautgriparæktarhérað landsins með 30.712 gripi árið 2019. Í öðru sæti var Norðausturumdæmi með 18.025 gripi. Síðan kom Norðvesturumdæmi í þriðja sæti með 14.138 gripi og Vesturumdæmi var í fjórða sæti með 12.042 gripi. Í fimmta sæti var Austurumdæmi með 4.653 gripi og í sjötta sæti var svo Suðvesturumdæmi með 1.302 nautgripi.

– Sjá nánar bls. 2 í nýju Bændablaði

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...