Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skagafjörður öflugastur með 28.558 vetrarfóðraðar kindur
Mynd / Bbl
Fréttir 29. maí 2019

Skagafjörður öflugastur með 28.558 vetrarfóðraðar kindur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sex sveitarfélög eða svæði á landinu eru áberandi stærst í sauðfjárræktinni og öll með yfir 20 þúsund vetrarfóðraðar kindur, samkvæmt ársskýrslu MAST og haustskýrslum Búnaðarstofu. Þá eru fimm sveitarfélög til viðbótar sem eru með meira en 10 þúsund fjár í fóðrun yfir veturinn.  
 
Alls voru 378.191 vetrafóðruð kind skráð í haustskýrslum Búnaðarstofu MAST 2018. Á bak við þann fjölda var skráð greiðslumark upp á 368.457 ærgildi. Hins vegar var heildarfjöldi sauðfjár í landinu samkvæmt gögnum MAST fyrir árið 2018 talinn vera 432.740.
 
Skagfirðingar öflugir í sauðfjárræktinni
 
Skagafjörður var öflugastur einstakra svæða í sauðfjárræktinni 2018 með 28.558 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 27.698 ærgildi. Í öðru sæti var Húnaþing vestra með 25.813 kindur í vetrarfóðrun og greiðslumark upp á 23.195 ærgildi. Í þriðja sæti var Húnavatnshreppur með 25.448 vetrarfóðraðar kindur og 22.020 ærgildi í greiðslumarki. Má því segja að Húnavatnssýslurnar samanlagðar séu í heild öflugasta sauðfjárræktarsvæði landsins.  
 
Fljótsdalshérað var í fjórða sæti með 24.786 vetrarfóðraðar kindur en með talsvert hærra greiðslumark, eða 26.928 ærgildi. Í fimmta sæti kom svo Dalabyggð með 24.572 vetrarfóðraðar kindur og 24.138 ærgildi í greiðslumark. Borgarbyggð var svo í sjötta sæti með 23.639 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 19.085 ærgildi.
 
Samkvæmt þessu er norð­vestan­vert landið frá Skagafirði í Borgarfjörð það svæði sem er helsta undirstaða sauðfjárræktarinnar í landinu. 
 
Fimm sveitarfélög með 10–15.000 fjár
 
Önnur öflug sveitarfélög í sauðfjárræktinni 2018 með yfir 10.000 fjár voru Ölfus með 14.721 vetrarfóðraða kind og greiðslumark upp á 14.423 ærgildi. Þá kom Norðurþing með 14.505 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 15.236 ærgildi. Skaftárhreppur var með 13.791 vetrarfóðraða kind og 14.340 ærgildi í greiðslumark. Næst kom Hornafjörður með 13.811 kindur í vetrarfóðrun og greiðslumark upp á 12.779 ærgildi. Rangárþing eystra var svo rétt yfir 10.000 kinda markinu með 10.324 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 15.236 ærgildi. Til gamans má geta þess að Rangárþing vestra var þar skammt undan með 9.224 vetrarfóðraðar kindur en mun lægra greiðslumark, eða 6.319 ærgildi. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...