Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forgangsröðun í vistheimt
Fréttir 6. desember 2016

Forgangsröðun í vistheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikilvægi vistheimtar er ört vaxandi nauðsyn og alþjóðlegir samningar í umhverfismálum krefjast aðgerða við endurheimt vistkerfa. Þar má nefna aðgerðaráætlun við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem stefnir að því að 15% raskaðra vistkerfa verði endurheimt fyrir 2020.
Markmið af þessu tagi kalla á vinnu við stefnumörkun. Vegna takmarkaðs fjármagns til stjórnunar náttúruauðlinda og í náttúruvernd er mikilvægt að forgangsraða þannig að fé sé nýtt sem best í þágu náttúrunnar.

Landgræðslan í norrænu samstarfi

Á heimasíðu Landgræðslu ríkisins segir að stofnunin hafi tekið þátt í norrænu og eistlensku samstarfsverkefni undir forystu Svía um forgangsröðun og áætlanir í vistheimt.
Verkefninu lauk nýlega með útgáfu rits sem kallast Restoration priorities and strategies; Restoration to protect biodiversity and enhance Green infrastructure: Nordic examples of priorities and needs for strategic solutions.

Tilgangur verkefnisins var að deila reynslu þátttökuþjóðanna af forgangsröðun og vistheimt. Ekki var ætlunin að taka saman heildaryfirlit um forgangsröðun í löndunum heldur frekar að sýna með dæmum mögulegar leiðir, ræða þær út frá fræðum um forgangsröðun við nýtingu lands og að leggja grunn að áframhaldandi vinnu um forgangsröðun í vistheimt á Norðurlöndunum.

Ólíkar leiðir hafa verið farnar í löndunum en helsta niðurstaðan var að engir staðlar eru til um forgangsröðun í vistheimt og jafnframt hefur mjög takmörkuð vinna farið fram um hvernig best sé að forgangsraða.

Slæmt ástand á Íslandi

Vegna slæms ástands vistkerfa á Íslandi eru mörg vistheimtarverk­efni sem æskilegt er að fara í. Því er mikilvægt hér á landi sem annars staðar að forgangsraða verkefnum og sú vinna sem fram fór í samstarfsverkefninu ætti að nýtast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Landgræðslunni og öðrum aðilum sem koma að vistheimt við þá vinnu.

Samhliða vann sami hópur verk­efni undir stjórn Norðmanna um það hvernig Norðurlöndin gætu skipulagt vinnu til að bregðast við markmiðum sem tengjast vistheimt í aðgerðaráætlun samnings SÞ um líffræðilega fjölbreytni til 2020. Sérstaklega markmiðið um endurheimt 15% raskaðra vistkerfa. Þeirri vinnu lauk með útgáfu ritsins The Nordic Aichi restoration project; How can the Nordic countries implement the CBD-target on restoration of 15% of degraded ecosystems within 2020?

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...