Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Forgangsröðun í vistheimt
Fréttir 6. desember 2016

Forgangsröðun í vistheimt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikilvægi vistheimtar er ört vaxandi nauðsyn og alþjóðlegir samningar í umhverfismálum krefjast aðgerða við endurheimt vistkerfa. Þar má nefna aðgerðaráætlun við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem stefnir að því að 15% raskaðra vistkerfa verði endurheimt fyrir 2020.
Markmið af þessu tagi kalla á vinnu við stefnumörkun. Vegna takmarkaðs fjármagns til stjórnunar náttúruauðlinda og í náttúruvernd er mikilvægt að forgangsraða þannig að fé sé nýtt sem best í þágu náttúrunnar.

Landgræðslan í norrænu samstarfi

Á heimasíðu Landgræðslu ríkisins segir að stofnunin hafi tekið þátt í norrænu og eistlensku samstarfsverkefni undir forystu Svía um forgangsröðun og áætlanir í vistheimt.
Verkefninu lauk nýlega með útgáfu rits sem kallast Restoration priorities and strategies; Restoration to protect biodiversity and enhance Green infrastructure: Nordic examples of priorities and needs for strategic solutions.

Tilgangur verkefnisins var að deila reynslu þátttökuþjóðanna af forgangsröðun og vistheimt. Ekki var ætlunin að taka saman heildaryfirlit um forgangsröðun í löndunum heldur frekar að sýna með dæmum mögulegar leiðir, ræða þær út frá fræðum um forgangsröðun við nýtingu lands og að leggja grunn að áframhaldandi vinnu um forgangsröðun í vistheimt á Norðurlöndunum.

Ólíkar leiðir hafa verið farnar í löndunum en helsta niðurstaðan var að engir staðlar eru til um forgangsröðun í vistheimt og jafnframt hefur mjög takmörkuð vinna farið fram um hvernig best sé að forgangsraða.

Slæmt ástand á Íslandi

Vegna slæms ástands vistkerfa á Íslandi eru mörg vistheimtarverk­efni sem æskilegt er að fara í. Því er mikilvægt hér á landi sem annars staðar að forgangsraða verkefnum og sú vinna sem fram fór í samstarfsverkefninu ætti að nýtast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Landgræðslunni og öðrum aðilum sem koma að vistheimt við þá vinnu.

Samhliða vann sami hópur verk­efni undir stjórn Norðmanna um það hvernig Norðurlöndin gætu skipulagt vinnu til að bregðast við markmiðum sem tengjast vistheimt í aðgerðaráætlun samnings SÞ um líffræðilega fjölbreytni til 2020. Sérstaklega markmiðið um endurheimt 15% raskaðra vistkerfa. Þeirri vinnu lauk með útgáfu ritsins The Nordic Aichi restoration project; How can the Nordic countries implement the CBD-target on restoration of 15% of degraded ecosystems within 2020?

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...