Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt
Fréttir 1. desember 2015

Frakkar nota mest af skordýraeitri við vínrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vínræktendur í Frakklandi hafa undanfarið fengið yfir sig holskeflu af málaferlum sem tengjast heilsubresti og veikindum starfsmanna sem talið er að tengist ofnotkun á skordýraeitri við ræktunina.

Aukin veikindi eru bundin við ræktendur sem nota mikið af skordýraeitri en ekki lífræna ræktendur. Frakkar nota eitur allra þjóða mest í Evrópu til að halda niðri skordýrum sem herja á vínvið og einungis 8% af vínekrum Frakklands vottast með lífræna ræktun.

Í vínræktarhéraði einu í Suður-Frakklandi, sem kennt er við Languedoc-þrúguna, er meira en 60 þúsund tonnum af fjölbreyttum kokteil skordýraeiturs úðað yfir vínakrana á ári.

Í héraðinu eru milljónir af vínviðarplöntum, merlot, cabernet sauvignon og chardonnay, og framleiddar milljónir lítra af víni sem selt er um allan heim.

Allur þessi eituraustur er farinn að koma í bakið á ræktendum vegna heilsufarslegra álitamála. Fjöldi skaðabótamála hefur verið lagður fram af verkafólki sem unnið hefur áratugi á ökrunum og notað skordýraeitrið í góðri trú um skaðleysi gagnvart mönnum. Málaferlin eru meðal annars vegna fjölda krabbameinstilfella sem rakin eru til notkunar á efnunum og eru eigendur vínakranna meðal annars sakaðir um manndráp af gáleysi. Fjöldi sams konar málaferla eru í undirbúningi víðs vegar um Frakkland. 

Stjórnvöld í Frakklandi hafa heitið því að draga úr notkun á skordýraeitri í landinu fyrir 2025.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...