Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Framkvæmdir ganga vel
Fréttir 1. nóvember 2016

Framkvæmdir ganga vel

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Framkvæmdir við ljósleiðaralagninu í Þingeyjarsveit ganga vel og eru þær rúmlega á áætlun, að því er haft er eftir Gunnari Birni Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Tengis hf., á Akureyri á vefsíðu 641.is. 
 
Búið er að leggja stofnlögnina á næstum allt svæðið sem var áætlað að leggja á í fyrsta áfanga og þá er lokið við að leggja heimtaugar heim á 82 bæi af 150. Að sögn Gunnars var þátttaka íbúa í ljósleiðaraverkefninu í Þingeyjarsveit góð, en einungis 6 aðilar af 150 aðilum (heimilum) vildu ekki fá ljósleiðarann inn til sín.
 
Allir komnir í samband fyrir áramót
 
Einungis er eftir að plægja stofnlögnina niður á nokkrum bæjum við Staðarbraut í Aðaldal, en búið er að leggja stofnlögnina suður Reykjadal. Lokið er við að leggja heimtaugar heim á bæi í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og Kinn og er heimtaugalagning á bæjum í Aðaldal vel á veg komin, sem til stóð að leggja á í fyrsta áfanga. Eftir er að leggja heimtaugar á bæi í Reykjadal og hluta bæja í Aðaldal, en hafist var handa við það verk í vikunni og áfram haldið í þeirri næstu. 
 
 Um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að hægt verði að virkja fyrstu notendurna í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og í Kinn og þeir kæmust þá í langþráð ljósleiðarasamband. Notendur í Aðaldal og Reykjadal ættu að geta tengst ljósleiðaranum fyrir áramót gangi allar áætlanir eftir. 

Skylt efni: ljósleiðaravæðing

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...