Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni sláturtíð komu rúmlega 13 þúsund færri lömb til slátrunar miðað við árið á undan. Það leiðir til samdráttar í lambakjötsframleiðslu sem nemur 340 tonnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var alls 404.672 lömbum slátrað nú í haust, en 418.202 haustið 2023. Þegar litið er aftur til ársins 2021 hefur fjölda þeirra lamba sem farið hefur til slátrunar fækkað um 60 þúsund.

Á síðasta ári fækkaði sláturlömbum um tæplega 28 þúsund miðað við 2022 en þá minnkaði kjötframleiðslan um 200 tonn. Ástæðan fyrir því að kjötframleiðslan varð ekki minni skýrist af því að meðalfallþunginn á landinu var þá 17,22 kíló, sem reyndist sá annar mesti í sögunni.

Um 1.300 færra af fullorðnu fé

Um 1.300 færra fullorðið fé kom til slátrunar í haust miðað við 2023, en á milli áranna 2022 og 2023 varð fækkunin um 3.600 gripir. Meðalfallþungi á landinu var 16,94 kg nú í haust, sem er sá þriðji mesti í sögunni. Mestur var fallþunginn á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi vestra – alls staðar vel yfir 17 kg
– en minni á Norðurlandi. Meðaleinkunn fyrir gerð var 9,45 og 6,39 fyrir fitu.

Meðalvigt aukist

Meðalvigt hefur aukist nokkuð á síðustu árum sem vegur að einhverju leyti upp á móti fækkun sláturgripa. Sem dæmi má nefna að á árunum 2010 til 2017 nær meðalvigt aldrei 16,5 kílóum, en hefur öll árin síðan verið yfir 16,5 kílóum.

Á árinu 2017 komu 560.465 lömb til slátrunar, rúmlega 543 þúsund árið 2018 og tæplega 507 þúsund árið 2019.

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...

Litadýrð í íslensku sauðfé
Fréttir 6. nóvember 2024

Litadýrð í íslensku sauðfé

Litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárins er einstakur á heimsvísu. Karólína Elís...

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn
Fréttir 6. nóvember 2024

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur nýjum vatnsrennibrautum fyrir Sund...

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...