Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Svipuð mjólkurframleiðsla
Fréttir 28. nóvember 2024

Svipuð mjólkurframleiðsla

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur verið framleitt 85,6 prósent af heildargreiðslumarki landsins í mjólk. Hlutfallið er það sama og á sama tíma og í fyrra.

Heildargreiðslumark ársins 2024 er 151,5 milljón lítrar og hafa verið lagðar inn rétt tæplega 130 milljón lítrar. Þegar mjólkurframleiðsla áranna 2023 og 2024 eru borin saman er framleiðslan afar svipuð. Heldur meira var þó framleitt á fyrri hluta ársins 2024 en á fyrra ári en framleiðslan hefur verið undir fyrri framleiðslukúrfu síðustu þrjá mánuði samkvæmt upplýsingum frá Auðhumlu. Lægsta vikulega mjólkurinnlegg á árinu var í viku 42 þegar lögð var inn 2,65 millj. lítra en hefur aukist aftur í hverri viku síðan. Alla jafna er lægsta mjólkurinnlegg hvers árs í vikum 41–44.

Alls hafa 59 mjólkurframleiðendur á starfssvæði Auðhumlu klárað greiðslumark sitt og eru farnir að leggja inn umframmjólk. Þessir framleiðendur hafa lagt inn um 1,5 millj. lítra umfram greiðslumark sitt. Á sama tíma í fyrra höfðu 55 mjólkurframleiðendur lagt inn 1,6 millj. lítra umfram greiðslumark.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...