Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Talað er um sérkennilegar þversagnir í uppbyggingu á orkuverum sem byggja á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hér er mynd af sólarorkuveri í byggingu í Þýskalandi. Dæmi eru um að skógar sem binda kolefni séu ruddir til að byggja risastór sólarorkuver til
Talað er um sérkennilegar þversagnir í uppbyggingu á orkuverum sem byggja á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Hér er mynd af sólarorkuveri í byggingu í Þýskalandi. Dæmi eru um að skógar sem binda kolefni séu ruddir til að byggja risastór sólarorkuver til
Mynd / APVI
Fréttaskýring 3. júlí 2020

Setur fram þriggja billjóna dollara áætlun til að draga úr loftmengun

Höfundur: H.Kr.
Hrun í fjárfestingum í orkugeira heimsins í kjölfar COVID-19 hefur fengið sérfræðinga hjá Alþjóðaorkustofnuninni (International Energy Agency - IEA) í París til að hugsa upp allar mögulegar leiðir til að koma fjárfestingum í gang að nýju. Nú er það þriggja billjóna dollara áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 
 
Þann 18. júní var kynntur þriggja ára vegvísir um hreina orku og markvissar fjárfestingar sem ætlað er að skapa árlega 9 milljónir starfa sem eiga síðan að leiða til 1,1% hagvaxtar á ári. Sérfræðingar IEA fullyrða að þetta muni leiða til þess að draga muni úr losun gróðurhúsalofttegunda um 4,5 milljarða tonna fyrir árið 2023. 
 
Þvert á fyrirliggjandi fjárfestingaráætlanir
 
Þetta útspil IEA vekur ekki síst athygli vegna þess að helstu fjárfestingar sem nú eru í gangi í orkumálum heimsins snúast ekki síst um að byggja ný kolaorkuver svo hundruðum skiptir. Nú segir stofnunin að ný markmið Evrópusambandsins, sem nefnd hafa verið European Green Deal, muni verða sá mótor sem drífa muni upp efnahagskerfi ESB. Hvort þessi nýju plön muni duga til að draga fjárfesta að orkumálaborði heimsins á nýjan leik skal ósagt látið. Það er þó öllum ljóst sem að þessum málum koma að gríðarlegir peningahagsmunir liggja nú þegar í kolaorku
 
Áður óþekktar áskoranir í efnahagsmálum heimsins
 
Fjallað var um málið í viðskipta­ritinu Forbes. Þar kemur fram að sérfræðingar Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins (International Monetary Fund - IMF) telji líklegt að þessi áætlun muni vekja athygli þeirra sem marka stefnuna sem horfi fram á áður óþekktar áskoranir í efnahagsmálum heimsins.
 
Fyrr í mánuðinum kom fram á stefnumörkunarráðstefnu OECD spá um að COVID-19 myndi valda mesta efnahagssamdrætti í heiminum sem nokkru sinni hafi sést á friðartímum. Heimsbyggðin horfði einnig á jafnvel stærri og banvænan vanda sem stafaði af mannavöldum, en það séu loftslagsbreytingar. Meðan samdráttur vegna COVID-19 ylli því að það dragi tímabundið úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna lokunar verksmiðja og fyrirtækja, þá væri ljóst að mengunin færi fljótt aftur í fyrra horf um leið og losnaði úr höftum vegna kórónaveirunnar. 
 
Mesti samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í sögunni
 
Aldrei áður hefur dregið eins mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og á árinu 2019 samkvæmt mati IEA. Þessi samdráttur sé þó ekkert til að fagna meðan hann stafar einungis af efnahagssamdrætti. Þetta ástand skapi hins vegar grunn til endurskipulagningar sem miði að því að draga úr losun. 
 
Hugsa þarf upp á nýtt uppbyggingu meginstoða samfélagsins
 
Skýrsla IEA tekur til sex greina í hagkerfinu. Það er raforku­fram­leiðslan, samgöngur, byggingar­starfsemi, iðnaður, eldsneyti og nýsköpun. Með því að taka þessar greinar og innleiða þær yfir 30 ágerðir telur IEA að hægt sé að auka hagvöxt að nýju samfara því að draga úr losun kolefnissambanda út í andrúmsloftið.  Hluti af aðgerðunum mun fela í sér endurhönnun bygginga til að gera þær hagkvæmari. Hraða uppbyggingu raforkuframleiðslu með endurnýjanlegum orku­gjöfum eins og sólarorku og vindorkugarða. Efla innviði fyrir lestarsamgöngur og auka stuðning við eldsneytisframleiðslu sem komi í stað jarðefnaeldsneytis. Væntanlega er þar verið að tala um vetnisframleiðslu sem framleiðslu á lífgasi, eða metangasi og öðru lífefnaeldsneyti. 
 
Sagt leiða til 5% samdráttar í loftmengun í heiminum
 
Á meðal annars ávinnings telur IEA að þeirra áætlun muni leiða til 5% samdráttar í loftmengun á heimsvísu. Þá muni það veita 420 milljónum íbúa í þróunarlöndum aðgang að „hreineldunaraðferðum“ þ.e. með lífeldsneyti og rafmagni og veita 270 milljónum manna til viðbótar aðgengi að raforku. 
Fatih Birol, forstjóri IEA, segir að ríkisstjórnir ættu að grípa þetta tækifæri til að fjárfesta í sjálfbærum lausnum, eða hætta ella á hrun banka- og efnahagskerfis samhliða umhverfishruni. 
 
„Um leið og þeir hanna efnahagsviðsnúning, verða þeir sem móta stefnuna að horfa á gríðarlegar afleiðingar sem þeirra ákvarðanir munu hafa á mjög stuttum tíma,“ sagði Birol. 
„Þær ákvarðanir sem teknar verða munu móta efnahagskerfin og orkuinnviði um ókomna áratugi. Einnig munu þær nær örugglega valda því hvort heimurinn verði í stakk búinn til að mæta markmiðum sínum í orku- og loftslagsmálum.“
Þá sagði Birol að markmið IEA, sem kynnt voru 18. júní, séu afar mikilvæg í þeirri stöðu sem nú er uppi. 
 
Einstakt tækifæri til að endurstilla efnahagskerfin
 
„Ríkisstjórnir hafa núna einstakt tækifæri til að endurstilla sín efnahagskerfi og skapa bylgju nýrra atvinnutækifæra og hraða um leið breytingum til sveigjanlegri og hreinni framtíðar í orkumálum. 
Stefnumótandi aðilar þurfa að taka gríðarlega afdrifaríkar ákvarðanir á mjög skömmum tíma um leið og þeir setja saman hvetjandi efnahagspakka. Sjálfbær bataáætlun okkar veitir þeim nákvæmar greiningar og skýr ráð um hvernig takast má á við helstu áskoranir í efnahagsmálum, orku og loftslagsmálum á sama tíma,“ sagði Birol. 
 
Í samræmi við önnur samtök og stofnanir
 
Þessar nýju áætlanir IEA eru í nánu samhengi við talsmenn í loftslagsmálum og samtökum eins og Christiana Figueres. Þeir greindu frá því í síðasta mánuði að framkvæmd uppbyggingar í kjölfar áfallsins af völdum kórónavírussins skipti öllu máli varðandi það hvort hægt yrði að draga úr mengandi útblæstri eða ekki. 
 
Þessi nýja stefna IEA er í samræmi við áætlun Alþjóðastofnunar endurnýjanlegra orkulinda [International Renewable Energy Agency – IRENA] sem kynnti sína langtímaáætlun mitt í COVID-19 faraldrinum í apríl síðastliðnum, eða það sem kallað er „Longer-term roadmap for reconfiguring the economy.“ Þá kynnti ráðgjafarfyrirtækið McKinsey sína stefnumörkun nú í júní um að ríkisstjórnir ættu að setja upp áætlanir um að styðja við sjálfbærar lausnir. Er það stutt rannsóknum Oxford-háskóla sem rannsakað hefur fjárfestingar í „grænum innviðum“ þar sem niðurstaðan er að slíkt muni styrkja efnahagsbata og leið og það hefði jákvæð áhrif á þjóðfélög um allan heim.
Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...