Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dæmigert skilti í anddyri á bandaríksu hóteli um þessar mundir.
Dæmigert skilti í anddyri á bandaríksu hóteli um þessar mundir.
Fréttaskýring 4. júlí 2020

Staðan í hótelrekstri í Bandaríkjunum er sú langversta í sögunni

Höfundur: H.Kr.
Á þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní reyndu forráðamenn þjóðarinnar að blása kjarki í almenning eftir hrikalega efnahagsniðursveiflu vegna COVID-19 faraldursins. Að þessu sinni er vandinn ekki heimatilbúinn, heldur afleiðing heimsfaraldurs vegna kórónaveiru sem virðist ætla að verða erfiðari viðureignar en margir spáðu. 
 
Þegar litið er yfir sviðið er ljóst að Íslendingar líkt og íbúar annarra landa þurfa að spýta hressilega í lófana um leið og sjúkdómahættan gerir mönnum kleift að taka til hendi. Hér er talað um að fjárhagshalli ríkisins vegna faraldursins geti numið hundruðum milljarða króna. Staðan er þó hlutfallslega síst betri í öðrum löndum eins og Alþjóðlega efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunin OECD (Organisation for Economic Co-operation and Development) bendir á.
 
Hvatning til Íslendinga um að ferðast innanlands í sumar mun hjálpa mikið
 
Íslendingar hafa verið hvattir til að ferðast um landið sitt í sumar og styðja með því við innlenda ferðaþjónustu og afleidda starfsemi. Það virðist mjög rökrétt í ljósi þess að Íslendingar eru ekki að ferðast til útlanda þar sem þeir hefðu að öðrum kosti eytt tugum ef ekki hundruðum milljarða í ferðalög. Aukin innanlandsvelta og gjaldeyrissparnaður ætti því að vega nokkuð upp á móti þeim skelli sem orðið hefur. Hins vegar er líka ljóst að það mun ekki vega upp fækkun erlendra ferðamanna um kannski rúmlega 90% um margra mánaða skeið. 
 
Staðan á landsbyggðinni víða skárri en í mesta þéttbýlinu
 
Af samtölum sem Bændablaðið hefur átt við ferðaþjónustufólk á landsbyggðinni eru áhrif af fækkun erlendra ferðamanna afar misjöfn. Það er einkum á svæðum í kringum mesta þéttbýli landsins sem neikvæðu áhrifin eru mest, en minnst í mesta dreifbýlinu fjærst höfuðborgarsvæðinu. Þar er heilsársþjónusta við ferðamenn líka mun umfangsminni og lokun vegna COVID-19 á fyrri hluta þessa árs hefur á sumum stöðum enn ekki haft nein teljandi áhrif. Þau svæði sem fjármálastofnanir hafa til þessa ekki haft neina trú á í ferðaþjónustu, koma því líklega langbest út úr þeirri efnahagsniðursveiflu sem við blasir. 
 
Hrikaleg staða í hótel­rekstri í Bandaríkjunum
 
Ef horft er til útlanda, þá lýstu samtök gistihúsa- og hótelrekenda í Bandaríkjunum AHLA, því sama dag og Íslendingar héldu upp á sinn þjóðhátíðardag, að staðan væri víða hrikaleg í þeim geira. Þar stóðu þá 6 af hverjum 10 hótelum, sem þó voru opin um öll Bandaríkin, galtóm. Það er til viðbótar þúsundum hótela sem þegar höfðu skellt í lás vegna COVID-19.  Frá því bandarísk heilbrigðisyfirvöld settu í gang vaxandi takmarkanir á samskipti fólks um miðjan febrúar hafa bandarísk hótel tapað 36 milljarða dollara veltu vegna samdráttar í útleigu hótelherbergja. Hótel eru nú að tapa sem nemur um 400 milljónum dollara á dag vegna ástandsins. 
 
Hagfræðingar sem, sérhæfa sig í ferðaþjónustu spá 57,5% tekjutapi á einu ári. Í annarri viku júní voru tekjurnar aðeins komnar í 34% af því sem var á sama tíma 2019 sem þýðir 66% samdrátt.
Þegar litið er yfir tölur STR inc. um hótelnýtingu í Bandaríkjunum á árum 2010 til 2020 kemur í ljós að staðan er hrikaleg. STR er deild í CoStar Group sem sér um að taka saman markaðstölur um hótelrekstur á heimsvísu. Verst var meðaltalsnýtingin á þessu tímabili árið 2010, eða 58%, en það var í skugga efnahagshrunsins 2008. Nýtingin fór í 60% árið 2011og hækkaði síðan hægt og bítandi í 66% nýtingu á árunum 2017 til 2019.
 
Samkvæmt tölum Tourist Eco­nomics eru áhrifin af COVID-19 faraldrinum á ferðaþjónustuna í Bandaríkjunum níu sinnum verri en áhrifin af hryðjuverkaárásinni 9/11 á Tvíburaturnana í New York ásamt tilheyrandi flugránum. 
 
Átta af hverjum tíu hótelum standa nú tóm
 
Samkvæmt tölum Oxford Eco­nomics hefur orðið um 50% tekju­samdráttur hjá bandarískum hótel­­um á þessu ári. Um 124 milljarðar hafa glatast af áætluðum 270 milljarða dollara tekjum sem ekki munu skila sér. 
 
Átta af hverjum tíu hótelum standa nú tóm. Er því spáð að nýting á hótelrými á árinu 2020 verði það versta í sögunni. Samkvæmt spám um útkomuna á árinu 2020 mun það verða verra í hótelrekstri í Bandaríkjunum en í kreppunni miklu 1933. 
 
Staðan er langverst hjá dýrum sérhæfðum hótelum og litlu skárri hjá hótelum sem bjóða upp á alhliða þjónustu, þ.e. það sem flestir þekkja sem þriggja og fjögurra stjörnu hótel.  
 
Um 70% starfsmanna í hótelrekstri sagt upp eða störf þeirra lögð niður
 
Ofan á tekjutap bætist allur sá mannauður sem hótelgeirinn er að tapa frá sér vegna uppsagna og gjaldþrota. Vinnumálastofnun þeirra Bandaríkjamanna segir að 7,7 milljónir starfa í þjónustu eins og á hótelum sem og á sjúkrahúsum hafi glatast í apríl­mánuði einum og sér. Þar af glötuðust um 3,9 milljónir starfa eingöngu í hótelrekstri. 
 
Um 70% starfsmanna á hótelum í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp eða störf þeirra lögð niður. Það þýðir tekjutap hjá þessu fólki upp á 2,4 milljarða dollara í hverri einustu viku.
 
Spáð undir 20% herbergja­nýtingu á árinu 2020
 
Samkvæmt umfjöllun AHLA eru rekstraraðilar einstakra hótela sem og stjórnendur mjög stórra hótela og hótelkeðja að spá innan við 20% nýtingu á gistirými. Samkvæmt rekstrarformúlum þýðir nýting upp á 35% eða minna einfaldlega að hótel­um verður skellt í lás og rekstri 33 þúsund smáfyrirtækja sem þjónusta þau verður stefnt í voða. Það eru fyrirtæki sem sjá m.a. um þrif á hótelum, þvottahús, matvælafyrirtæki, margs konar iðnfyrirtæki sem annast viðhald og fyrirtæki af ýmsum öðrum toga.  
 
Samkvæmt tölum úr hótelgeiranum í Bandaríkjunum hefur hagnaður dregist saman um 117% á milli ára. Það þýðir að hótelrekendur geta ekki lengur staðið undir þeim kostnaði sem af rekstrinum hlýst.  
Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...