Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Unnsteinn Hermannsson ræktar og vinnur holdanaut á bænum sínum Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Unnsteinn Hermannsson ræktar og vinnur holdanaut á bænum sínum Langholtskoti í Hrunamannahreppi.
Mynd / smh
Fréttir 13. mars 2015

Frumvarp verður lagt fram fyrir páska um innflutning holdasæðis

Höfundur: smh

Í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á aðalfundi Landssambands kúabænda í gær kom fram að stefnt sé að því að lagt verði fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdasæði nú fyrir páska. 

Í máli ráðherra kom fram að miklar breytingar hafi átt sér stað undanfarin ár í búgreininni og nú væru gjörólíkar framleiðsluaðstæður; bæði í framleiðslu á mjólk og á nautakjöti - og markaðurinn kallaði eftir aukinni framleiðslu.

Ljóst væri að ekki verði hægt að efla nautakjötsframleiðsluna svo nokkru nemi án þess að til endurnýjunar á holdanautaerfðaefninu verði. Unnið hafi verið afar mikilvæg og ítarleg vinna við undirbúning á endurnýjun erfðaefnisins og stefnir ráðherra að því að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning á holdasæði nú fyrir páska. Gangi málið hratt og vel í gegnum þingið ætti því að vera mögulegt að sæða holdakýr nú í vor og snemmsumars, enda séu þær í raun ekki sæddar á öðrum tímum árs. Því væri brýnt að klára málið núna en ekki bíða seinni tíma.

Frá þessu var greint á naut.is

Skylt efni: holdanaut | nautgriparækt

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...