Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Fréttir 14. júlí 2021

Fyrsta íbúðin utan höfuðborgarsvæðis sem fær Svansvottun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýbygging á Melgötu 6a og 6b, á vegum Leiguíbúða Þingeyjar­sveitar hses. fékk Svansvottun við formlega athöfn fyrir skemmstu. Umhverfisráðherra, Guð­mund­ur Ingi Guðbrandsson, afhenti Árna Grétari Árnasyni, framkvæmdastjóra Faktabygg Ísland, Svansvottunina. Um er að ræða fyrstu nýbygginguna utan höfuðborgarsvæðisins sem hlýtur Svansvottun. Parhúsíbúðirnar við Melgötu 6a og 6b eru Svansvottaðar og eru hvor um sig 80 m2 með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og stofu í sama rými, forstofu og geymslu. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með. FaktaBygg Ísland ehf. sá um framkvæmdina fyrir Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. og eru íbúðirnar nú tilbúnar til útleigu en lóða­frágangi lýkur í sumar. Fyrsti leigjandinn hefur fengið lykla að íbúðinni afhenta. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. áforma að byggja sams konar parhús við Víðigerði í Aðal­dal og kaupa tvær 67 m2 íbúðir í nýbyggingu sem verður reist á Lautavegi á Laugum í sumar. Samtals verða þetta því sex íbúðir til útleigu á vegum félagsins sem er hrein viðbót leiguíbúða í sveitar­félaginu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...