Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Fréttir 14. júlí 2021

Fyrsta íbúðin utan höfuðborgarsvæðis sem fær Svansvottun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýbygging á Melgötu 6a og 6b, á vegum Leiguíbúða Þingeyjar­sveitar hses. fékk Svansvottun við formlega athöfn fyrir skemmstu. Umhverfisráðherra, Guð­mund­ur Ingi Guðbrandsson, afhenti Árna Grétari Árnasyni, framkvæmdastjóra Faktabygg Ísland, Svansvottunina. Um er að ræða fyrstu nýbygginguna utan höfuðborgarsvæðisins sem hlýtur Svansvottun. Parhúsíbúðirnar við Melgötu 6a og 6b eru Svansvottaðar og eru hvor um sig 80 m2 með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og stofu í sama rými, forstofu og geymslu. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með. FaktaBygg Ísland ehf. sá um framkvæmdina fyrir Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. og eru íbúðirnar nú tilbúnar til útleigu en lóða­frágangi lýkur í sumar. Fyrsti leigjandinn hefur fengið lykla að íbúðinni afhenta. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. áforma að byggja sams konar parhús við Víðigerði í Aðal­dal og kaupa tvær 67 m2 íbúðir í nýbyggingu sem verður reist á Lautavegi á Laugum í sumar. Samtals verða þetta því sex íbúðir til útleigu á vegum félagsins sem er hrein viðbót leiguíbúða í sveitar­félaginu.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...