Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2018

Geitakjöt, kindakjöt, fiðuband og geitaskinn frá Stórhóli í Skagafirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bændur á Stórhóli í Skaga­firði buðu gestum á landbúnaðar­sýningunni í Laugardalshöll  upp á  geitakjöt í neytendapakkningum, ásamt öðrum afurðum af geitum, eins og band úr fiðu og sútuð skinn.
 
Geitakjötið rauk út og fengu færri en vildu af sumum bitunum, enda ekki nema 1.200 geitur á landinu og heildarframboðið því lítið. Þau voru því líka með á boðstólum lambakjöt og ærkjöt sem gerði líka mikla lukku.
 
Flottar viðtökur
 
„Við höfum fengið mjög flottar viðtökur og alls ekkert hægt að kvarta yfir því,“ sagði Sigrún Helga Indriðadóttir.
 
„Það er gaman að kynna kiðlingakjötið fyrir fólki, enda er þetta vara sem fæst ekki í búðum. Bændur eru yfirleitt að selja þetta sjálfir. Kiðlingakjöt er nýtt á markaðnum, en fólk er mjög áhugasamt um að fræðast um þetta og tilbúið að prófa.“ 
 
Með 30 geitur og gengur vel
 
Sigrún segir að geitabúskapurinn gangi vel. 
„Við erum með 30 geitur. Sumar eru uppátækjasamari en aðrar, en þetta eru mjög skemmtileg dýr og mannelskar.  Kiðlingar sem maður er að eiga við verða mjög mannelskir og þeir gleyma því ekkert þótt þeir fari á fjall, ólíkt lömbunum hjá sauðfénu. Svo er ég er líka með gallerý og húsdýraheimsóknir.“
 
– Eruð þið að nýta fiðuna [ullina] af geitunum líka?
 
„Já, við gerum það. Ég kembdi í fyrsta skipti af einhverju viti í vor og sendi fiðuna í Uppspuna –Smáspunaverksmiðju á Hellu. Hún spann þetta fyrir mig.“
 
Sigrún segir mikinn mun eftir að verksmiðja Uppspuna var sett á fót. Áður þurfti að senda alla fiðu til Noregs sem var mikil fyrirhöfn og kostnaðarsamt. 
 
Skinnin sútuð á Sauðárkróki
 
„Nú svo læt ég súta skinnin fyrir mig líka og sel þá stykki  í handverk eða bara skinn í heilu lagi. Karl Bjarnason, sútari á Sauðárkróki, sútar fyrir okkur,“ segir Sigrún.
 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...