Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Birki (Betula pubescens) að hausti. Almenningur er hvattur til að safna birkifræi meðan tíðin er þokkaleg.
Birki (Betula pubescens) að hausti. Almenningur er hvattur til að safna birkifræi meðan tíðin er þokkaleg.
Mynd / Couleur
Fréttir 15. október 2024

Gott fræár í birkinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Söfnun birkifræs hefur gengið ágætlega þetta haustið og víðast talsvert af fræi.

Land og skógur stendur að átakinu Söfnum og sáum birkifræi í samvinnu við skógræktarfélög landsins, Lionshreyfingunni o.fl. Safna má birkifræi fram undir jól
eða svo lengi sem það hangir á trjánum og þannig ekki sérstök útmörk á söfnunarátakinu. 

Hægt að safna fram eftir vetri

Söfnunin hófst á degi íslenskrar náttúru um miðjan september, með söfnun birkifræs í Reykhúsaskógi í Eyjafjarðarsveit á vegum Lionsklúbbsins Sifjar. Mikið var af fræi á trjám og það orðið vel þroskað. Hið sama virðist gilda víðast hvar um landið og því gott fræár.

Er fólk hvatt til að safna birkifræi og þannig stuðla að útbreiðslu birkis. Fá má fræsöfnunaröskjur og skila fræi í Bónus, Olís eða til starfsstöðva Lands og skógar. Fólk getur einnig sjálft sáð fræi þar sem vænlegt er fyrir það að dafna.

Stækka birkiskóga

Tilgangurinn með verkefninu er að efla útbreiðslu birkiskóga, meðal annars með því að virkja almenning til söfnunar og dreifingar birkifræs, en einnig að veita fræðslu til félagasamtaka, skóla, fyrirtækja og stofnana um vernd og
endurheimt birkiskóga.

Markmiðið er að þekja birkiskóglendis fari úr 1,5 prósentum landsins í 5 prósent fram til ársins 2030. Með verkefnum, sem einkum miða að
útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs, vilja íslensk stjórnvöld taka svokallaðri Bonn-áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu.

Á Íslandi hafa tvær tegundir birkiættkvíslarinnar þrifist í þúsundir ára og eru báðar mjög einkennandi fyrir íslenska náttúru. Annars vegar er ilmbjörk (birki) og hins vegar fjalldrapi sem er mjög smávaxinn runni og myndar því ekki skóg eða kjarr.

Skylt efni: Birki | Skógrækt | birkifræ

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...