Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á fjarfundinum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á fjarfundinum.
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 27. maí 2020

Græn orka á að knýja endurreisn eftir COVID-19

Höfundur: Ritstjórn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tók í dag þátt í fjarfundi norrænu orkumálaráðherranna þar sem samþykkt var stefnumótun um að sjálfbærar orkulausnir verði drifkraftur í endurreisn hagskerfisins eftir kórónuveirufaraldurinn.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi verið sammála um að orkugeirinn væri vel undirbúinn undir þær áskoranir sem blasi við í kjölfar faraldursins.  Norrænu ríkin séu í forystu á sviði sjálfbærrar orkutækni og orkugeirinn er meðal þeirra geira þar sem vaxtar- og útflutningsmöguleikar eru hvað mestir.

Mikilvægi orkugeirans

Ráðherrarnir lögðu áherslu á að orkugeirinn léki lykilhlutverk varðandi græna þróun í kjölfar COVID-19. Lagt er upp með að byggja eigi endurreisnaráætlunina á evrópska græna sjálfbærniverkefninu Green Deal, sem snýst um það hvernig samþætta megi endurnýjanlega orku yfir fleiri svið; samgöngur, iðnað og hitun.

Norrænn raforkumarkaður

„Orkumálaráðherrarnir samþykktu á fundi sínum yfirlýsingu þar sem dregin er upp stefnumótun um norrænt raforkusamstarf til framtíðar og einnig má líta á sem verkfæri fyrir græna endurreisn eftir COVID-19.

Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á aukna aðlögun sjálfbærrar orku í öðrum geirum, eins og samgöngum og iðnaði, aukið samstarf um vindorkuframleiðslu á hafi úti í Eystrasalti, náið samstarf um rannsóknir og nýsköpun ásamt gegnsærri nálgun á skipulagi og stækkun raforkunetsins á hverjum stað fyrir sig,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.

Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að líkja megi ástandinu nú við tíma olíukreppunnar fyrir 50 árum – þegar hitaveituvæðing átti sér stað á Íslandi. „Það voru orkuskipti þess tíma. Sú ákvörðun færði þjóðinni efnahagslegan, umhverfislegan og samfélagslegan ábata og mun gera áfram. Í því uppbyggingarstarfi sem blasir við okkur í dag er ekki síður fullt af tækifærum á sviði grænnar orku og nýsköpunar. Framleiðsla rafeldsneytis frá glatvarma og koldíoxíð, og framleiðsla metanóls og vetnis frá afurðum jarðvarmavirkjana, eru gott dæmi um slík græn verkefni framtíðarinnar. Okkar endurnýjanlega orka og nýsköpun henni tengd er, nú eins og áður, uppspretta nýrra tækifæra í endurreisninni sem er framundan,“ segir hún. 

Lesið yfirlýsinguna í heild sinni (á ensku).

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...