Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á fjarfundinum.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á fjarfundinum.
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 27. maí 2020

Græn orka á að knýja endurreisn eftir COVID-19

Höfundur: Ritstjórn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tók í dag þátt í fjarfundi norrænu orkumálaráðherranna þar sem samþykkt var stefnumótun um að sjálfbærar orkulausnir verði drifkraftur í endurreisn hagskerfisins eftir kórónuveirufaraldurinn.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi verið sammála um að orkugeirinn væri vel undirbúinn undir þær áskoranir sem blasi við í kjölfar faraldursins.  Norrænu ríkin séu í forystu á sviði sjálfbærrar orkutækni og orkugeirinn er meðal þeirra geira þar sem vaxtar- og útflutningsmöguleikar eru hvað mestir.

Mikilvægi orkugeirans

Ráðherrarnir lögðu áherslu á að orkugeirinn léki lykilhlutverk varðandi græna þróun í kjölfar COVID-19. Lagt er upp með að byggja eigi endurreisnaráætlunina á evrópska græna sjálfbærniverkefninu Green Deal, sem snýst um það hvernig samþætta megi endurnýjanlega orku yfir fleiri svið; samgöngur, iðnað og hitun.

Norrænn raforkumarkaður

„Orkumálaráðherrarnir samþykktu á fundi sínum yfirlýsingu þar sem dregin er upp stefnumótun um norrænt raforkusamstarf til framtíðar og einnig má líta á sem verkfæri fyrir græna endurreisn eftir COVID-19.

Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á aukna aðlögun sjálfbærrar orku í öðrum geirum, eins og samgöngum og iðnaði, aukið samstarf um vindorkuframleiðslu á hafi úti í Eystrasalti, náið samstarf um rannsóknir og nýsköpun ásamt gegnsærri nálgun á skipulagi og stækkun raforkunetsins á hverjum stað fyrir sig,“ segir í tilkynningu úr ráðuneytinu.

Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að líkja megi ástandinu nú við tíma olíukreppunnar fyrir 50 árum – þegar hitaveituvæðing átti sér stað á Íslandi. „Það voru orkuskipti þess tíma. Sú ákvörðun færði þjóðinni efnahagslegan, umhverfislegan og samfélagslegan ábata og mun gera áfram. Í því uppbyggingarstarfi sem blasir við okkur í dag er ekki síður fullt af tækifærum á sviði grænnar orku og nýsköpunar. Framleiðsla rafeldsneytis frá glatvarma og koldíoxíð, og framleiðsla metanóls og vetnis frá afurðum jarðvarmavirkjana, eru gott dæmi um slík græn verkefni framtíðarinnar. Okkar endurnýjanlega orka og nýsköpun henni tengd er, nú eins og áður, uppspretta nýrra tækifæra í endurreisninni sem er framundan,“ segir hún. 

Lesið yfirlýsinguna í heild sinni (á ensku).

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...