Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þórarinn Jónsson og Lisa Boije eru flutt með Matarbúrið úr Kjósinni út á Grandagarð í Reykjavík.
Þórarinn Jónsson og Lisa Boije eru flutt með Matarbúrið úr Kjósinni út á Grandagarð í Reykjavík.
Mynd / smh
Fréttir 5. október 2015

Grasfóðrað holdanauta­kjöt beint frá bónda

Höfundur: smh
Margir þeir sem vilja kaupa nautakjöt beint frá býli kannast vafalaust við verslunina Matarbúrið, sem starfrækt hefur verið á Hálsi í Kjós í um sex ár. Fyrir rúmum þremur vikum fluttist hún búferlum út á gamla Grandagarðinn í Reykjavík, í gömlu beitningaskúralengjuna í nágrenni við ostabúðina Búrið og ísbúðina Valdísi. 
 
Lisa Boije og Þórarinn Jónsson búa á Hálsi og ráku verslunina sem þar var. Nú hafa þau fengið Helga Ágústsson til liðs við sig í úrbeiningu og fleira. 
 
Nauta- og kanínukjöt til að byrja með
 
Þórarinn segir að til að byrja með verði eingöngu í boði nautakjöt frá þeim sjálfum, fyrir utan kanínukjöt sem þau selja frá Birgit Kositzke á Hvammstanga. „Við ætlum svo bara að sjá til hvað fólk vill annað – hver eftirspurnin er og reyna að svara henni. Við höfum fengið fyrirspurnir frá nokkrum um lambakjöt og mér finnst ekki ólíklegt að við munum taka það líka í sölu. Við ætlum bara að sjá hvernig þetta gengur svona í byrjun og í framhaldinu kannski þá að finna okkur einhverja samstarfsaðila. Við munum þó alltaf leggja mikla áherslu á allan rekjanleika afurðanna – að það liggi þá fyrir gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur um viðkomandi framleiðendur. 
 
Svo erum við með ýmis krydd, sultur, sinnep og chutney sem Lisa gerir, meðal annars úr uppskerunni úr garðinum,“ segir Þórarinn spurður um hvað muni verða í boði í Matarbúrinu. 
 
„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og það hefur verið mikið að gera frá því að við opnuðum og það er ekki verra að byrja þannig – því þetta er alveg nýtt umhverfi fyrir okkur. Þótt við séum búin að reka verslun í sveitinni í sex ár þá er þetta allt annars konar verslunarrekstur. Hér í borginni er fólk oft bara að hugsa um að kaupa inn fyrir kvöldmatinn en í sveitaversluninni var það oft að birgja sig upp.“ 
 
Áhersla á grasfóðrun
 
„Við leggjum áherslu á að við erum með nautgripi sem eru eingöngu fóðraðir á grasi og heyi og ætlum að bjóða upp á allt af skepnunni – alla parta og skurði, bein og hala. Ef það eru sérstakar óskir viljum við að það sé haft samband með smá fyrirvara. Við erum með kjötvinnsluna heima og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik,“ segir Þórarinn. 

6 myndir:

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...