Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greta Clough, nýráðinn markaðs- og viðburðarstjórnandi Prjónagleðinnar, og Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílmiðstöðvar Íslands.
Greta Clough, nýráðinn markaðs- og viðburðarstjórnandi Prjónagleðinnar, og Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílmiðstöðvar Íslands.
Fréttir 12. mars 2020

Greta Clough ráðin markaðs-­ og viðburðastjóri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Textílmiðstöð Íslands hlaut tvo styrki frá Uppbyggingarsjóði Norður­lands vestra, sem afhentir voru við hátíðlega athöfn í félags­heimilinu á Hvammstanga á dög­unum.

Annars vegar er um að ræða rekstrarstyrk að upphæð 1,1 milljón króna og hins vegar ríflega 5,1 milljón króna til að ráða viðburða- og markaðsstjóra fyrir Prjónagleðina sem haldin verður á Blönduósi 12.–14. júní á þessu ári.

Greta Clough hefur verið ráðin markaðs- og viðburðastjóri  en hún hefur getið sér gott orð fyrir Handbendi Brúðuleikhús á Hvammstanga og hefur víðtæka reynslu af viðburðastjórnun og markaðssetningu. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Prjónagleðin er árleg prjóna­hátíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Hátíðin í sumar er sú fimmta í röðinni. Verkefni markaðsstjóra er m.a. að skipuleggja viðburði í tengslum við hátíðina í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi vestra og að markaðssetja hátíðina, jafnt hér á landi sem erlendis.  

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...