Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Frá framkvæmdunum á Espiflöt.
Frá framkvæmdunum á Espiflöt.
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að hækkun á einu gróðurhúsi blómabændanna sem þar reka garðyrkjustöð sína, í því skyni að skapa skilyrði til aukinnar framleiðslu.

Mikill uppgangur hefur verið í blómaframleiðslu á undanförnum árum, eða allt frá því að Covidfaraldurinn skall á Íslandi í byrjun árs 2020.

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, stýrir garðyrkjustöðinni á Espiflöt og segir hann að tekið hafi verið gamalt og vel byggt 1.200 fermetra gróðurhús og það hækkað um 1,5 metra.

„Við fengum hollenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þannig aðgerðum til að sjá um verkið. Með aukinni lofthæð skapast betri skilyrði inni í gróðurhúsinu hvað varðar loft og raka. Við getum líka sett upp öflugri vaxtarlýsingu,“ segir Axel.

Axel gerir ráð fyrir að uppskeran aukist um 30–50 prósent þegar framkvæmdinni er lokið og gróðurhúsið komið í fullan gír aftur.

„Sala á blómum jókst mjög í Covid og hefur ekkert dregist saman síðan. Þetta hefur aukið á tekjur okkar og við nýtt það til að reyna að gera enn betur eins og þessi aðgerð sýnir.“

Frá framkvæmdunum á Espiflöt.

Skylt efni: blómabændur | Espiflöt

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...