Hagur kúabúa vænkast
Fréttir 27. september 2024

Hagur kúabúa vænkast

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hagnaður kúabúa jókst milli áranna 2022–2023 og skuldahlutfall þeirra fer lækkandi, samkvæmt fyrstu tölum í uppgjöri á rekstri kúabúa sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekur saman.

Tölurnar byggja á uppgjöri 120 kúabúa en mjólkurframleiðsla þeirra nam 46,2 milljónum lítra árið 2023. Viðbótargreiðslur sem samþykktar voru í ríkisstjórn í desember 2023 og afurðaverðshækkanir eru helstu ástæður aukins hagnaðar.

„Viðbótargreiðslurnar voru annars vegar 500 milljónir króna á innvegna mjólk fyrstu 11 mánuði þess árs og hins vegar viðbótargreiðslur á nýliðunar- og fjárfestingastuðning, sem reiknast að meðaltali 5,3 kr/ltr skv. uppgjöri þessara 120 kúabúa. Rétt er að benda á að sá stuðningur var greiddur á grunni umsókna um fjárfestinga- og nýliðunarstuðning og þar með mjög misjafnt hvort og hve háar fjárhæðir voru greiddar til bænda,“ segir í frétt frá RML.

Breytilegur kostnaður hækkar lítillega milli ára en kostnaður vegna áburðar lækkar, sem skýrist af lækkun verðs og minni áburðarkaupum. Fóður og aðkeypt þjónusta hækkar á móti.

„ Framlegðarstig búanna hækkar í um 54% og hlutfall rekstrarafgangs (EBITDA) af heildarveltu fer yfir 30%. Skuldahlutfall búanna fer lækkandi og stendur nú í 1,5 en fjármagnsliðir fara vaxandi og eru komnir í 14,7% af heildartekjum búanna og hafa hækkað verulega í krónum talið,“ segir jafnframt í frétt RML.

Skírn í réttum
Fréttir 27. september 2024

Skírn í réttum

Skemmtilegur viðburður var í Reykjaréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi laugardag...

Hagur kúabúa vænkast
Fréttir 27. september 2024

Hagur kúabúa vænkast

Hagnaður kúabúa jókst milli áranna 2022–2023 og skuldahlutfall þeirra fer lækkan...

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum
Fréttir 26. september 2024

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum

Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturland...

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskei...

Tveir fjölónæmir
Fréttir 26. september 2024

Tveir fjölónæmir

Árið 2023 voru níu Salmonella-stofnar úr stroksýnum við slátrun svína næmisprófa...

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi
Fréttir 26. september 2024

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi

Bú víða af Norðurlandi hafa þurft að leita eftir stuðningi hjá Bjargráðasjóði ve...

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu
Fréttir 25. september 2024

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hvetur vísindamenn með akademískar kennslust...