Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu
Fréttir 16. janúar 2019

Heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu

Í dag heimilaði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenskum stjórnvöldum að setja sérstakar viðbótartryggingar vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og í kalkúnakjöti sem flutt er inn til landsins.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að þetta feli í sér að við innflutning á þessum matvælum skuli fylgja vottorð sem byggi á sérstökum salmonella rannsóknum á viðkomandi vöru áður en hún er flutt til landsins frá öðrum EES löndum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sótti um umræddar viðbótartryggingar hinn 4. júlí síðastliðinn í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins frá nóvember 2017. Þar var úrskurðað að íslenska ríkið mætti ekki setja skorður við innflutning á fersku hráu kjöti, ógerilsneyddum eggjum og ógerilsneyddri mjólk til landsins með svokallaðri frystiskyldu. 

Hæstiréttur Íslands staðfesti svo þann dóm 11. október á síðasta ári.

„Ástæða þess að ESA heimilar íslenskum stjórnvöldum að setja skilyrði um umræddar viðbótartryggingar vegna innflutnings er að á Íslandi er tíðni salmonellu mjög lág og í gildi er fullnægjandi landsáætlun um varnir og viðbrögð við henni,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Umræða um mögulega umsókn Íslands um viðbótartryggingar hefur komið upp reglulega undanfarin ár en við settum mikinn kraft í þessa vinnu á fyrri hluta síðasta árs sem lauk síðan með formlegri umsókn síðasta sumar. Þetta er ein varðan á þeirri vegferð sem framundan er að tryggja enn betur öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...