Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu
Fréttir 16. janúar 2019

Heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu

Í dag heimilaði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenskum stjórnvöldum að setja sérstakar viðbótartryggingar vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og í kalkúnakjöti sem flutt er inn til landsins.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að þetta feli í sér að við innflutning á þessum matvælum skuli fylgja vottorð sem byggi á sérstökum salmonella rannsóknum á viðkomandi vöru áður en hún er flutt til landsins frá öðrum EES löndum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sótti um umræddar viðbótartryggingar hinn 4. júlí síðastliðinn í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins frá nóvember 2017. Þar var úrskurðað að íslenska ríkið mætti ekki setja skorður við innflutning á fersku hráu kjöti, ógerilsneyddum eggjum og ógerilsneyddri mjólk til landsins með svokallaðri frystiskyldu. 

Hæstiréttur Íslands staðfesti svo þann dóm 11. október á síðasta ári.

„Ástæða þess að ESA heimilar íslenskum stjórnvöldum að setja skilyrði um umræddar viðbótartryggingar vegna innflutnings er að á Íslandi er tíðni salmonellu mjög lág og í gildi er fullnægjandi landsáætlun um varnir og viðbrögð við henni,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Umræða um mögulega umsókn Íslands um viðbótartryggingar hefur komið upp reglulega undanfarin ár en við settum mikinn kraft í þessa vinnu á fyrri hluta síðasta árs sem lauk síðan með formlegri umsókn síðasta sumar. Þetta er ein varðan á þeirri vegferð sem framundan er að tryggja enn betur öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...