Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heimsmarkaðsverð á kartöflum í hæstu hæðum
Fréttir 17. maí 2023

Heimsmarkaðsverð á kartöflum í hæstu hæðum

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Samdráttur í kartöfluframleiðslu á Vesturlöndum hefur valdið því að heimsmarkaðsverð hefur rokið upp úr öllu valdi og hefur ekki verið hærra í mörg ár.

Ástæða þess á að vera skjót hækkun orkukostnaðar til evrópskra og bandarískra bænda sem hefur valdið því að framlegð hefur dregist meira saman en talið er ásættanlegt og bændur lagt meira upp úr ræktun annars grænmetis. Verðið í maí 2023 var rúmlega þrefalt lægsta verð ársins 2022 og markaðir fyrir framvirka samninga á hrávörum gera ráð fyrir enn frekari hækkun á vörunni.

Þegar rýnt er í verðþróun á erlendum mörkuðum og borið saman við kartöfluverð á Íslandi sést að þrátt fyrir sveiflur á heimsmarkaðsverði er þróunin sambærileg þar til síðastliðið haust. Er verðið fyrir 100 kg af kartöflum núna tæpar 44 evrur, eða um 6.500 krónur. Það er enn töluvert lægra verð en gengur og gerist í íslenskum verslunum. Ódýrustu kartöflur í Krónunni eru á 296 kr/kg eða 29.600 fyrir 100 kg, en það er vissulega eftir pökkun, vinnslu og álagningu allra aðila í virðiskeðjunni og verðið því varla sambærilegt. Íslenskir bændur þurfa ólíklega að horfa upp á snöggar hækkanir á orkukostnaði og neytendur hafa ávallt geta treyst því að verð á kartöflum sveiflist ekki mikið enda mikilvægur hluti daglegrar fæðu flestra. Kartöfluverð á Íslandi hefur alla tíð haldist hönd í hönd við almennt verðlag en framleiðsla hefur dregist saman á undanförnum árum og er því spurning hvort að þörf sé á einhverjum breytingum í sölu- og markaðsaðgerðum til að ýta undir söluna.

Þreföldun á heildsöluverði myndi án nokkurs vafa ýta undir framleiðsluviljann þó.

Stjórnvöld hér á landi hafa lagt mikla áherslu á aukningu grænmetisræktunar og að Ísland verði sjálfbært þegar kemur að ræktun grænmetis til eigin neyslu. Kartöfluræktun stendur undir 40% af allri grænmetisrækt landsins en auk þess flytjum við inn um það bil 30% af þeim kartöflum sem við borðum.

Sést á innflutningstölum Hagstofunnar að íslenskir inn- flytjendur hafa fundið hressilega fyrir hækkunum á kartöfluverði, frá því í október hefur innflutnings- verð á kartöflum verið um 50% yfir meðalverði tímabilsins frá árinu 2021.

Haldi þessi þróun áfram er ljóst að mikilla breytinga má vænta á kartöflumarkaði og má velta fyrir sér hvort nýtt landslag gæti breytt stöðu íslenskra kartöflubænda eitthvað, sér í lagi þegar horft er aftur til síðasta hausts og framleiðsla á íslenskum frönskum kartöflum var lögð niður og innflutningur aukinn þess í stað.

Því miður er enn bil á milli þess verðs sem býðst á erlendum mörkuðum og þeim íslenska, en hver veit nema að kartöflur verði næsta útflutningsvara þjóðarinnar.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...