Helmingi minni kindakjötsbirgðir
Nýlega voru tölur um birgðastöðu kindakjöts í lok ágústmánaðar birtar á Mælaborði landbúnaðarins.
Reyndust 380,6 tonn vera í birgðum í byrjun sláturtíðar, sem eru næstminnstu birgðir á þessum árstíma á þessari öld. Það var einungis árið 2011 sem minni birgðir voru, eða 281,2 kíló.
Árið 2011 var útflutningur hins vegar með mesta móti, en þá voru alls flutt út 1.138 tonn kindakjöts.
Í lok ágúst á síðasta ári var tvöfalt meira magn kindakjöts í birgðum, eða 764,3 tonn.
Alls voru 386 tonn kindakjöts seld núna í ágústmánuði.