Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Umhverfisstofnun vinnur að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja.
Umhverfisstofnun vinnur að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja.
Mynd / Wiki
Fréttir 4. september 2024

Helsinginn viðkvæmur og dregið úr veiðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs er hafið. Leitað er leiða til að draga úr veiðum á helsingja. Sölubann gildir áfram um grágæs.

Umhverfisstofnun vinnur nú að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja. Leyfilegt er að veiða hann milli 1. september og 15. mars ár hvert.

Sú staða er komin upp að Austur- Grænlandsstofn helsingja, sem íslenski stofninn tilheyrir, hefur rýrnað mjög á allra síðustu árum. Stofninn hefur orðið fyrir verulegum afföllum vegna bráðrar fuglaflensu á síðustu tveimur árum. Einnig hefur viðkomubrestur verið viðvarandi síðustu tvö sumur. Frá þessu greinir á vef Umhverfisstofnunar.

Tilmæli um að draga úr veiðum

Stofninn var metinn um 57.000 fuglar í mars 2024 og er því kominn nærri neðri viðmiðunarmörkum AEWA samningsins (alþjóðlegur samningur um verndun afrísk- evrasískra sjó- og vatnafugla sem Ísland er aðili að) sem miðast við 54.000 fugla að vori. Af þessu tilefni hefur vinnuhópur EGMP (European Goose Manage- ment Platform) sem starfar undir AEWA, sent Bretlandi og Íslandi tilmæli um að draga verulega úr veiðum á helsingja árið 2024 eða stöðva þær alveg.

Umhverfisstofnun vinnur því að tillögum til ráðherra um hvernig draga megi úr veiðum til að uppfylla skilyrði samningsins.

Grágæs fækkar

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hófst þriðjudaginn 20. ágúst og stendur til 15. mars, eins og síðustu ár. Íslenski grágæsastofninn náði hámarki árið 2011 og var þá 112.000 fuglar. Síðan þá hefur grágæs fækkað og bentu talningar ársins 2023 til þess að stofninn væri 59.000 fuglar. Í ljósi veikrar stöðu grágæsastofnsins mun sölubann áfram gilda um tegundina.

Heiðagæsastofninn stendur sem fyrr nokkuð sterkur en hefur þó verið að dragast saman á síðustu árum, segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Hámarki náði stofninn árið 2019 þegar hann var talinn vera um hálf milljón fugla. Samkvæmt talningum ársins 2023 stóð stofninn í 335.730 fuglum.

Skylt efni: Helsingi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...