Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu
Fréttir 19. ágúst 2015

Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu

Nú standa fyrir dyrum breytingar á Hótel Sögu þar sem herbergjum verður fjölgað og skrifstofur hótels­ins færðar til innan hússins. Þá er fyrirhugað að efla viðhald og endurbætur á fasteigninni á komandi misserum og breyta rekstrar­fyrirkomulagi Hótel Sögu ehf. 
 
Starfsmönnum hússins voru á dög­unum kynntar fyrirætlanir um að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins Hótel Sögu ehf. sem annast sem fyrr allan hótel- og veitingarekstur í húsinu. Elías Blöndal Guðjóns­son, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, verður framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bænda­hall­ar­inn­ar ehf. Skrifstofur hótelsins, sem nú eru í austurhluta norðurbygg­ing­ar Bænda­hallarinnar, verða færðar inn á skrifstofugang Bændasam­tak­anna. Lífeyrissjóði bænda og bú­greina­félögum stendur jafn­framt til boða annað skrifstofupláss í hús­inu. Í framhaldinu verður allri norður­byggingu Bændahallarinnar breytt í hótelherbergi eins og lengi hefur til staðið. Þá verður útbúin ný sameiginleg matstofa starfsmanna í Bændahöllinni í gamla Búnaðar­þingssalnum á 2. hæð. Við þessar breytingar fjölgar herbergjum um allt að 27 og gert er ráð fyrir að þau verði tilbúin til notkunar í byrjun sumars 2016.
 
Á næstu mánuðum og árum verð­­ur að auki ráðist í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. verða herbergi gerð upp, veitingarými verða endurhönnuð og svæðum fyrir verslun og þjónustu fjölgað. Að sögn eigenda hefur rekstur Hótels Sögu gengið mjög vel undanfarið og nýtingin aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar. Nú er því stefnt að enn frekari uppbyggingu að sögn eigenda.

Skylt efni: Hótel Saga | Bændahöllin

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...