Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Herlirfur plága í maísrækt í Afríku
Fréttir 28. apríl 2017

Herlirfur plága í maísrækt í Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Plága herlirfa herjar á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið gríðarlegum skemmdum á maís og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve.

Landbúnaðarfræðingar segja að auk þess að leggjast á maís sæki lirfan í aðrar matjurtir eins og soja, kartöflur og jarðhnetur svo dæmi séu nefnd.

Fiðrildið, sem lirfan er ein birtingarmyndin af, barst í Afríku frá Suður-Ameríku í lok sjötta áratugar síðustu aldar og hefur verið að breiðast út síðan þá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að útrýma henni.

Lítið er vitað um hegðunar­mynstur fiðrildanna í Afríku og er talin hætta á að þau geti orðið árstíðabundin plága á mismunandi stöðum í álfunni verði ekkert að gert.

Skylt efni: Afríka | plágur maís | lirfur

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...